Fréttir

Menntanefnd BSRB býður til vefstofu nr. 2 (málstofa á vefnum) um nýja menntastefnu BSRB á morgun, fimmtudaginn 9. október frá kl. 12:30-13:00.

8 okt. 2014

Vefstofurnar eru undirbúningur fyrir fund mennta- og fræðslunefndar BSRB sem fer fram þann 28. október næstkomandi í BSRB húsinu. Þar munu fulltrúar frá félagseiningum BSRB koma saman til þess að móta í sameiningu menntastefnu BSRB.

Að þessu sinni mun Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB sitja fyrir svörum. Hróbjartur Árnason lektor við Háskóla Íslands mun ræða við Elínu Björgu um hvers vegna BSRB er að setja sér sérstaka menntastefnu. Þá gefst þátttakendum í vefstofunni jafnframt tækifæri til að spyrja Elínu Björgu. Þátttakendur geta setið við tölvuna sína heima eða á skrifstofunni og fylgst með, sent spurningar inn skriflega eða tekið upp hljóðnemann.

Vefstofan verður í 30 mínútur á morgun 9. október kl. 12:30-13:00

 

Sjá nánar

Til baka