Fréttir

Leiðbeiningar fyrir afsláttarkjör á orlofsvefnum

4 júl. 2013

alt

Frímann afsláttur 2013 – 2014

Afsláttarsöfnun lokið

Nú er afsláttarsöfnun Frímann afsláttar lokið og búið að uppfæra afslátt inn á orlofsvefum aðildarfélaga Frímann afsláttar (Frímann afsláttarfélagar).

Nýir samstarfsaðilar

Nýir aðilar hafa bæst í hóp samstarfsaðila sem veita afslátt, t.d. Arctic adventures,Bílaleiga AkureyrarHertzHeimilistækiOlísPoolstofan Lágmúla o.fl.

Nýtt fyrirkomulag afsláttar

Breyting er snýr að samstarfsaðilum

Tekið hefur verið upp nýtt fyrirkomulag með afslátt í ár. Það virkar þannig að við sendum fyrirtækjum límmiða með afsláttarmerki Frímanns afsláttar:

Frímann afsláttur
Hér er hlekkurinn á afsláttarmerkið í fullum gæðum (PDF)

Einnig sendum við fyrirtækjum spjald með lista yfir aðildarfélög (pdf).

Tilgangurinn með þessu er annars vegar sá að sýna félagsmönnum Frímann afsláttarfélaga að þeir hafi aðgang að afslætti á viðkomandi stað (límmiðinn) og hins vegar fyrir starfsfólkið að sjá hvort félagsmaður eigi rétt á afslætti (spjaldið)

Breyting er snýr að félagsmönnum

Þar sem fjöldi Frímann afsláttarfélaga er orðinn það mikill (24 félög í samanburði við 14 í fyrra) hafa samstarfsaðilar okkar beðið um að félagsmenn taki fram að um Frímann afslátt sé að ræða þegar beðið er um afslátt.

Þessari klausu verður svo bætt inn á allar skráningar í afsláttarkerfi. Gott væri að í kynningu félaga á afslætti gagnvart félagsmönnum  sé þetta tekið skýrt fram.

Þekkið merkið

Merkið góða (sjá fyrir ofan) gefur til kynna Frímann afslátt og gott væri að þetta merki kæmi fram þegar félagsmenn auðkenna sig, þ.e. á félagsskírteinum félagsins. Þau félög sem ekki hafa félagsskírteini hafa sum hver útbúið plagg fyrir félagsmenn sem staðfestir að einstaklingar séu félagsmenn í viðkomandi félagi.

Í nær öllum tilfellum gera fyrirtæki kröfur um að félagsmenn auðkenni sig með einhverjum hætti, félagsskírteini eða staðfestingu á félagsaðild.
 

Fyrirtæki sem neita að gefa afslátt

Það hefur komið fyrir að starfsmenn fyrirtækja kannast ekki við afsláttinn. Með fyrrnefndu fyrirkomulagi er vonast til að vera hægt að koma að mestu í veg fyrir það. Þó er það ekki alltaf mögulegt t.d. þegar kemur að illa þjálfuðum/upplýstum starfsmönnum.

Í þeim tilvikum sem fyrirtæki kannast ekki við að vera samstarfsaðilar Frímann afsláttar, þrátt fyrir að félagsmaður hafi auðkennt sig sem slíkur og minnst á Frímann afslátt, er hægt að senda ábendingar á  abending@apmedia.is eða hringja í fyrirtækjasímann 517 7535.

Til baka