Fréttir

Leiðbeiningar til starfsmanna hjúkrunarheimila og dagdvala um starfsemi á hættustigi almannavarna

21 ágú. 2020

Þann 7. ágúst gaf Embættis landlæknis út leiðbeiningar til hjúkrunarheimila og dagdvala um starfsemi þeirra á hættustigi almannavarna.
Leiðbeiningar þessar taka til allra starfsmanna þeirra 46 hjúkrunarheimila og 18 dagdvala sem starfa í landinu .

Þar eru reglur um heimkomu starfsmanna sem vinna í nánu samneyti við viðkvæma hópa, eftir ferð (erlendis) til öruggra svæða í COVID-19 faraldri. Í reglunum segir að sé þess nokkur kostur þá mæla sóttvarnalæknir og landlæknir með því að starfsmaður komi ekki á starfsstöð í 14 daga. Sé það ekki framkvæmanlegt skal starfsmaður í 14 daga frá heimkomu nota hanska og maska við vinnu. Hann skal halda 2 metra fjarlægð eins og unnt er og nota maska allan tímann á meðan viðkomandi er á vakt/í vinnu, bæði í samskiptum við samstarfsfólk og notendur þjónustu. Viðkomandi starfsmaður skal ekki sinna þeim notendum sem eru í sérlega viðkvæmri stöðu.

Til viðbótar þessum leiðbeiningum hefur Sóttvarnarlæknir sjálfur beint þeim tilmælum til Íslendinga að ferðast ekki erlendis nema í brýnustu nauðsyn.

Til baka