Fréttir

Kynning á raunfærnimati á sjúkraliðabraut

15 apr. 2021

Krækja á kynningarfund miðvikudaginn 21. apríl kl. 11:00-11:30 á Zoom um raunfærnimat á sjúkraliðabraut.
Hægt að að merkja við viðburðinn á Facebook og fá þannig áminningu, smella hér.

Fundurinn verið tekinn upp og aðgengilegur á heimasíðu Framvegis.

Matið er að þessu sinni eingöngu fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar, sem eru þeir sem ekki hafa útskrifast úr framhaldsskóla.
Hugmyndin með raunfærnimati er að einstaklingar fái metna færni sína burt sé frá því hvar henni var aflað. Raunfærnimat nýtist einstaklingnum sem stytting á námi á þann hátt að hann þarf ekki að sitja
áfanga þar sem hann sannarlega uppfyllir hæfniviðmið og fær hann metnar einingar skráðar í Innu.

Áfangar sem hægt er að fá metna:

• Heilbrigðisfræði – HBFR1HH05
• Hjúkrun verkleg – HJVG1VG05
• Næringarfræði – NÆRI2NN05
• Samskipti – SASK2SS05

Raunfærnismatið er ætlað einstaklingum sem ekki hafa útskrifast úr framhaldsskóla, hafa a.m.k. 3ja ára starfsreynslu í heilbrigðisgeiranum og hafa náð 23 ára aldri.

Svona litur raunfærnismatið út:

Ferli raunfærnimats

Allt ferlið er rafrænt og því skiptir staðsetning þátttakenda ekki máli.

Hópur fer af stað í lok apríl og verður raunfærnimatinu lokið í júní. Raunfærnimatið er þátttakendum sem uppfylla skilyrði þeim að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Framvegis hér og hjá Helgu Tryggvadóttir helga@framvegis.is, sími 581 1900.

Til baka