Fréttir

Kjaraviðræður þokast áfram

5 nóv. 2019

Stytt­ing vinnu­tíma hef­ur verið umfangsmikill þáttur í samningarviðræðum BSRB félaganna við ríkið. Eftir langa og stranga samningafundi BSRB og ríkisins hafa samningsaðilar nú loks náð samkomulagi um drög að tillögum sem varða styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk. Hins vegar er enn eft­ir er að ná niður­stöðu um sama efni fyr­ir vakta­vinnu­fólk en um 90% sjúkraliða er vaktavinnufólk og sá hluti því sérstaklega mikilvægur fyrir Sjúkraliðafélagið.

Sömu þættir kjaramálanna eru einnig til viðræðu við Reykja­vík­ur­borg og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Þó loks sé kom­inn grunn­ur að sam­komu­lagi um styttingu á vinnutíma fyrir dagvinnufólk þá hangir sá þáttur saman við mörg fleiri atriði í samn­inga­gerðinni. Enn á til dæmis eftir að ræða nánar jöfnun launa á vinnumarkaði og launaþróunartryggingu sem einnig eru sameiginlegt baráttumál aðildarfélaga BSRB.

Til baka