Fréttir

Kjarasamningur við SFV undirritaður

16 sep. 2020


Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélagsins og Tryggvi Friðjónsson, formaður samninganefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, skrifuðu í gær undir kjarasamning á skrifstofu ríkissáttasemjara í Borgartúni 21.

“Samningarnir eru í anda þeirra sem náðust fyrr á árinu milli félagsins annars vegar og ríkis, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna hins vegar,” sagði Sandra í lok fundar. Fundir hafa staðið síðustu vikur. Eitt af því sem tekist var á um voru byrjunarlaun nýútskrifaðra sjúkraliða og að tryggt væri að starfsreynsla úr sambærilegum störfum yrði metin til launa. Afturvirkni samnings, það er að segja leiðrétting og uppfærsla launa,  mun miðast við 1. apríl 2019.

Samningurinn verður kynntur á allra næstu dögum. Vegna fjöldatakmarkana af völdum Covid-faraldursins verður kynningunni streymt. Kynningargögn verða jafnframt send í tölvupósti til sjúkraliða sem starfa hjá SFV. Í kjölfarið verður efnt til atkvæðagreiðslu og henni á að ljúka fyrir 22. þessa mánaðar.

Til baka