Kjarasamningar

Kjarasamningur er samningur sem gerður er milli Sjúkraliðafélags Íslands og atvinnurekenda eða samtaka þeirra og hefur að geyma þýðingarmikla þætti
sem varða kaup og kjör. Kjarasamningar eru lágmarkssamningar og allir samningar um lakari kjör eru ógildir. Það þýðir að óheimilt er að semja um lægri
dagvinnulaun en samkvæmt kjarasamningi.

Stofnanasamningur er sérstakur samningur milli ríkisstofnunar og Sjúkraliðafélags Íslands um launasetningu. Í honum er kveðið á um launasetningu einstakra starfa, álögur vegna persónubundinna þátta s.s. eins og menntunar, árangurs í starfi, starfsreynslu og símenntunar. Þá er stofnanasamningur hluti miðlægs kjarasamnings ríkis og Sjúkraliðafélags Íslands og ekki er hægt að segja honum upp sérstaklega. Viðræður um hann fara fram undir friðarskyldu, þ.e. ekki hægt að beita verkfalli til að þvinga fram breytingar á honum. Hins vegar er heimilt að taka upp ákvæði samningsins þegar verður breyting á miðlægum kjarasamningi og þegar breyting verður á umfangi, hlutverki eða starfsemi stofnunar. Í raun er tilgangur stofnanasamnings tvennskonar, annars vegar til að útfæra röðun starfa í launaflokka innan stofnunar og hins vegar til meta þarfir hverra ríkisstofnunar fyrir sig með tilliti til sérstöðu starfa og verkefna hennar.

Sjúkraliðafélag Íslands semur um kaup og kjör félagsmanna við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu.

Kjarasamningar SLFÍ við ríkið:

Stofnanasamningar SLFÍ við stofnanir ríkisins:

Kjarasamningur SLFÍ við Reykjavíkurborg:   

Kjarasamningur SLFÍ við Samband íslenskra sveitarfélaga:

Kjarasamningur SLFÍ við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu:

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) gera samninga fyrir fyrirtæki sem eru ekki ríkisfyrirtæki en starfa við velferðarþjónustu samkvæmt þjónustusamningi eða öðrum tengdum greiðslum frá ríkinu. Kjarasamningur SLFÍ við SFV vegna eftirfarandi aðildarfélaga: Alzheimersamtökin, Ás, Dalbær, Eir, Fellsendi, Grund, Hamrar, Hornbrekka, Hrafnista, Hvammur, Lundur, Múlabær/Hlíðabær, Mörk, S.Á.Á., Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Sóltún, Sólvangur og Vigdísarholt (Seltjörn, Sunnuhlíð).

Samkomulag SFV og Sjúkraliðafélags Íslands vegna breyttrar vaktalengdar í tengslum við betri vinnutíma í vaktavinnu

Stofnanasamningar SLFÍ við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV):

Stofnanasamningur 2018

Stofnanasamningar SLFÍ við sjálfseignastofnanir:

Stofnanasamningar 2020

Stofnanasamningar 2017

Stofnanasamningar 2015

 

Til baka