Fréttir

Kjarafréttir

1 sep. 2015

 

slfi kjarafrettir-082015

Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands, SFR og Landssambandi lögreglumanna fundurðu undir stjórn ríkissáttasemjara fyrir stundu. 

Á fundinum svaraði samninganefnd ríkisins áður framlögðum launakröfum félaganna með móttillögu frá  ríkinu.

Tillaga ríkisins setti illt blóð í samninganefndir félaganna enda hafði ríkið lítið breytt áherslum sínum frá þvi þeir lögðu fram tilboð 27. júní sl. Mikið bil er á milli krafna félaganna og tillögu SNR.

Launakröfur félaganna miða að því að litið verði til þess ramma sem kjaradómur dæmdi BHM og hjúkrunarfræðingum.

Félögin líta svo á að með tillögu sinni sé ríkið að senda skýr skilaboð um að þeir sem lægst hafa launin fái minni launahækkanir en aðrir ríkisstarfsmenn.

M.a kom fram hjá samninganefnd ríkisins að alls ekki stæði til að launatöflur félaganna yrðu leiðréttar. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands las formanni samninsganefndar ríkisins Gunnari Björnssyni, bókun úr síðasta kjarasamningi SLFÍ, þar sem beinlínist er tekið á því að stefna aðila væri að leiðrétta launatöfluna frá þeirri skekkju sem inn kom vegna svokallaðra krónu hækkana sem skekktu allar launatöflur í tvígang.  

Samninganefnd SNR var bent á að lítill tilgangur væri með því að gera kjarasamning sem vitað yrði að félagsmenn félaganna felli. 

Ríkissáttasemjari ákvað eftir að ljóst var að hvorugur samningsaðili myndi beygja sig að boða ekki til samningafundar fyrr en á miðvikudag í næstu viku. 

Til baka