Fréttir

Kjaradeilu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vísað til ríkissáttasemjara

22 jún. 2020

Því miður hafa viðræður Sjúkraliðafélags Íslands við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) ekki borið tilætlaðan árangur þrátt fyrir ítrekaða fundi milli samningsaðila. Viðbrögð SFV hafa komið SLFÍ verulega á óvart í ljósi þess að samningar við aðra viðsemjendur náðust fyrir alllöngu. Í ljósi þeirra viðbragða og stöðunnar í lok árangurslauss samningafundar hefur kjaramálanefnd SLFÍ því ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Tilkynning þess efnis hefur nú verið send sáttasemjara og þess er vænst að hann taki málið fyrir á næstu dögum.

Til baka