Fréttir

Kjara- og viðhorfskönnun BSRB

15 feb. 2012

alt
BSRB hefur samið við Capacent Gallup um kjara- og viðhorfskönnun meðal allra aðildarfélaga bandalagsins. Hún mun verða ein af stærstu og veigamestu launa- og vinnumarkaðskönnunum landsins.  Félagsmenn BSRB mega eiga von á hringingu á næstu dögum og vikum þar sem þeim verður boðin þátttaka í könnuninni. Sjálf könnunin verður svo send rafrænt út í mars og mun gagnaöflun fara fram þann mánuðinn.  

Könnunin skapar  mikilvægan grunn til samanburðar og rannsókna á launaþróun meðal félagsmanna BSRB. Einnig er könnunin mikilvægt verkfæri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Sérstök áhersla verður lögð á að greina laun á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar til samanburðar. Þannig nýtist könnunin launamönnum, launamannahreyfingum og atvinnurekendum bæði til viðmiðunar á launum, þróun þeirra sem og til jöfnunar.

Upplýsingar úr launakönnun eru síðan öflugt tæki fyrir félagsmenn til að hafa sem viðmiðun í launaviðtölum. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt til að niðurstöðurnar nýtist félagsmönnum í baráttunni um betri kaup og kjör. BSRB hvetur því alla félagsmenn til að taka þátt í könnuninni. 

Upplýsingar um hvenær  vænta má niðurstöðu könnunarinnar mun birtast á heimasíðu BSRB í júní.  

Þátttakendur könnunarinnar eru jafnframt þátttakendur í happadrætti sem dregið verður úr við lok könnunar. Heppnir þátttakendur gætu því unnið gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 60.000 kr. 

Capacent Gallup sér um alla gagnavinnslu og framkvæmd könnunar og farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi könnunina er velkomið að hafa samband við BSRB í síma            525-8300       þar sem Hilmar Ögmundsson  (hilmar@bsrb.is) veitir nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Capacent Gallup í síma             540-1000       þar sem Þórhallur Ólafsson (thorhallur.olafsson@capacent.is) eða Tómas Bjarnason (tomas.bjarnason@capacent.is) veita nánari upplýsingar
.

Til baka