Fréttir

Hvatningaverðlaun Reykjavíkurborgar féll í hlut sjúkraliða í flokki einstaklinga

15 apr. 2013

522063 10200948186255646 578346049 n

 

Hlíf Geirsdóttir sjúkraliði við afhendingu hvatningaverðlaunanna.

 

Gott starf á Velferðarsviði verðlaunað

 

Þann 12. apríl sl. var Hlíf Geirsdóttur sjúkrlaiða veitt hvatningaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki einstaklinga. 

Alúð, nýbreytni og þróun var lykillinn að vali á þeim, einstaklingum, starfsstöðum og hópum sem hlutu hvatningarverðlaun velferðarráðs fyrir árið 2012.

Fyrir valinu voru þeir sem þykja til fyrirmyndar í starfi Velferðarsviðs. Allir sem starfa á eða í samvinnu við Velferðarsvið gátu sent inn tilnefningu til valnefndar.

Sjúkraliðafélag Íslands færir Hlíf hamingjuósir í tilefni af heiðrinum. 

Hlíf Geirsdóttir, matsfulltrúi og sjúkraliði varð fyrir valinu í flokki einstaklinga en í rökum með tilnefningu Hlífar segir m.a. að hún sé frábær starfsmaður, dugleg, útsjónarsöm og hugsi út fyrir kassann. Hún er óhrædd við að fara nýjar leiðir í vinnu sinni og hún kemur fram við alla, bæði samstarfsmenn og notendur, af mikilli virðingu, alúð og kærleika. Hlíf hefur unnið farsælt starf hjá Reykjavíkurborg sl.25 ár.

Markmiðið með veitingu hvatningarverðlauna er að skapa hvetjandi vinnustaðamenningu og vekja athygli á gróskumiklu starfi í velferðarmálum Reykjavíkurborgar, auk þess að stuðla að aukinni nýbreytni  og þróunarstarfi.

Valnefndin er skipuð fulltrúum velferðarráðs, skrifstofu Velferðarsviðs, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og BHM. Í valnefnd vegna verðlauna fyrir árið 2012 voru: Björk Vilhelmsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Garðar Hilmarsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Lóa Birna Birgisdóttir. Alls bárust nefndinni 50 tilnefningar sem er til marks um það góða starf sem unnið er á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Til baka