Fréttir

Hjúkrunarheimili framtíðarinnar- heimilisfólk, aðbúnaður, þjónusta.

16 nóv. 2011

Landssamband eldri borgara, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, 
Rannsóknarstofnun í barna og fjölskylduvernd og Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu
 
bjóða til málþings þriðjudaginn 22.nóvember kl. 13:30-16:00  á Grand Hótel Reykjavík 

Hjúkrunarheimili framtíðarinnar- heimilisfólk, aðbúnaður, þjónusta. þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 13:30-16:00 á Grand hótel Reykjavík.


Þátttökugjald er 2900,-  en 1500, – fyrir lífeyrisþega (kaffi og meðlæti innifalið)        Skráning HÉR

 

Dagskrá:  

 

1.     Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.  Áherslur velferðarráðuneytisins í málefnum eldri borgara.    

 

2.        Ingibjörg Hjaltadóttir, PhDc, hjúkrunarfræðingur lyflækningasviði Landspítalans. Hvers vegna var þörf á breyttu vistunarmati fyrir flutning á               hjúkrunarheimili?  Kynning  á niðurstöðum rannsókna.

 

3.        Ágústa Benný Herbertsdóttir, hjúkrunarfræðingur, starfsmaður vistunarmatsnefndar höfuðborgarsvæðisins.Reynslan af breyttu fyrirkomulagi á  vistunarmati til langdvalar á hjúkrunarheimili.

 

4.        Gísli Páll Pálsson, forstjóri Mörk hjúkrunarheimili og formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.  Hjúkrunarheimili nú og í framtíðinni.

 

5.        Hrönn Ljótsdóttir,  félagsráðgjafi og forstöðumaður Hrafnistu Kópavogi. Ný nálgun.  Lev og Bo hugmyndafræði.   6.        Guðbjörg. R. Guðmundsdóttir, samskiptafulltrúi  í Mörk, Ási og á Grund. Eden hugmyndafræðin í Mörk og í Bæjarási

 

7.        Lokaorð Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.

 


Á síðustu misserum hafa áherslur í þjónustu við eldri borgara breyst. Það á jafnt við um þá sem búa sjálfstæðri búsetu á heimilum sínum og á hjúkrunarheimilum. Áhersla er m.a. á aukin gæði, bætta aðstöðu, val og sjálfræði eldri borgara í eigin málum og forgang þeirra sem eru veikastir í dvöl á hjúkrunarheimilum.   Þetta endurspeglast m.a. í áherslum að aldraðir hafi fjölbreytt val á búsetuformum og  breyttum reglum um vistunarmat á hjúkrunarheimili en einnig nýjum hugmyndum og viðmiðunum í þjónustu hjúkrunarheimila, uppbyggingu og endurbótum á aðstöðu.  Á málþinginu verður púlsinn tekinn á stöðu mála og rætt hvernig þjónusta, aðbúnaður og samsetning íbúa verður á hjúkrunarheimilum framtíðarinnar.  Málshefjendur eru fræðimenn, fulltrúar velferðarráðuneytis og vistunarmatsnefndar höfuðborgarsvæðisins, auk fulltrúa öldrunarstofnana sem ræða sína sýn á málið.

 

f.h. fundarboðenda

 

Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála  
Háskóli Íslands/University of Iceland 
Gimli við Sæmundargötu, 101 Reykjavík 
astam@hi.is 
Símar/tel             +354- 525-5454                  +354-8639307      

 

Heimasíða: https://www.stjornsyslustofnun.hi.is
Veftímarit:https://www.stjornmalogstjornsysla.is/

 

Vefsíða um nýsköpun í opinberum rekstri: www.nyskopunarvefur.is

 

 

 


Til baka