Fréttir

Heilsurækt huga, líkama og sálar á Kanarí

10 feb. 2022

Dagana 15. – 22. mars gefst sjúkraliðum tækifæri til þátttöku á námskeiðinu heilsurækt huga, líkama og sálar, endurnærandi fræðslu-, heilsu- og lífstílsnámskeiði, sem Unnur Pálmars, fararstjóri hjá Úrvali Útsýn, hefur skipulagt fyrir sjúkraliða á Kanarí.

Líkamsrækt á ströndinni

Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga, vinnustaðaheimsókn til sjúkraliða í Maspalomas og viðlíka starfsstétta. Einnig verður iðkuð heilsurækt utandyra í fallegu umhverfi. Við lok námskeiðsins munu þátttakendur vera komnir með verkfæri í verkfærakistuna sína til að efla sjálfan sig í lífi og starfi í fræðslu og starfsþróun og fá diplóma.

Skráning í ferðina hefst klukkan 13:00, þriðjudaginn 15. febrúar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins. Hægt er að sækja um styrk í menntasjóði félagsins, þar sem um er að ræða námsferð með heilsuræktar ívaf

Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, Yoga, dansfjör, styrkur og fleira verða á boðstólnum auk ýmissa fyrirlestra og námskeiða sem fjalla um bætt heilsufar líkama, betri samskipti, geðræktar, sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, minnka streitu, núllstilla hugann, slökkva á farsímum, fræðast um betri lífsgæði og stunda heilsurækt undir berum himni. Alls eru þrír fyrirlestrar sem snúa að bættri heilsu og vellíðan til að auka fræðslu og skilning á efninu ásamt tveimur námskeiðum og tveimur vettvangsferðum til Las Palmas.

Ávinningur starfsmanna er endurmenntun á sviðið starfsþróunar, heilsuræktar, fræðslu og hvernig
er hægt að minnka streitu í lífi og starf. Eins og fyrr segir er hægt er að sækja um styrk í menntasjóði Sjúkraliðafélagsins þar sem um er að ræða námsferð með heilsuræktar ívafi.

MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS
Endurnærandi fræðslu-, heilsu- og lífstílsnámskeið. Unnur mun bjóða upp á námskeið í
hreyfingu og fyrirlestra/fræðslu sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál sem stuðla að fræðslu
og starfsþróun.

Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er í formi fyrirlestra, æfinga, vinnustaðarheimsókn til sjúkraliða í Maspalomas og
viðlíka starfsstétta. Einnig iðkum við heilsurækt utandyra í fallegu umhverfi. Við lok námskeiðsins
munu þátttakendur vera komnir með verkfæri í verkfærakistuna sína til að efla sjálfan sig í lífi og
starfi í fræðslu og starfsþróun og fá diplóma. Þar sem um er að ræða námsferð með heilsuræktar ívafi verður hægt er að sækja um námsstyrk í menntasjóði Sjúkraliðafélagsins.

Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, Yoga, dansfjör, styrkur og fleira verða á
boðstólnum auk ýmissa fyrirlestra og námskeiða sem fjalla um bætt heilsufar líkama, betri
samskipti, geðræktar, sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, minnka
streitu, núllstilla hugann, slökkva á farsímum, fræðast um betri lífsgæði og stunda heilsurækt undir
berum himni. Alls eru þrír fyrirlestrar sem snúa að bættri heilsu og vellíðan til að auka fræðslu og
skilning á efninu ásamt tveimur námskeiðum og tveimur vettvangsferðum til Las Palmas.

Ávinningur starfsmanna er endurmenntun á sviðið starfsþróunar, heilsuræktar, fræðslu og þekking á hvernig er hægt að minnka streitu í lífi og starfi. Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál
án streitu og andlegs álags og bæta samskipti á vinnustað. Ferðin er upplögð fyrir þá sem hafa lent
í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og vilja núllstilla sig.

DAGUR 1, ÞRIÐJUDAGUR, 15. MARS
NO2912 Keflavík – Las Palmas 08:20 – Lending 13:45
Akstur til Vital Suit & SPA hotel
17:00 – 17:30 Fundur með fararstjóra í sundlaugargarði og farið yfir dagskrá vikunnar. Gestir
kanna svæðið. Yoga, Pilates og teygjur til að losa sig við flugþreytuna og endurnýja orkuna

DAGUR 2, MIÐVIKUDAGUR, 16. MARS
08:30 – 09:30 Fusion Pilates og styrktarþjálfun
10:00 – 11:00 Vettvangskönnun um svæðið á Ensku ströndinni og ganga niður að Dunas De
Maspalomas.
12:30 – 14:00 Námskeið: Leiðtogaþjálfun og hvatning
Flokkur: Efla liðsheild og bæta samskipti
Tími: 1,5 klst
Markmið námskeiðsins: Efla leiðtogaþáttinn sem til er í okkur öllum. Hversu mikilvægt er að auka
hvatningu innan stofnanna. Lykillinn að árangri hjá mannauði er hvatning og að fá endurgjöf.
Hvernig verðum við sterkari leiðtogar með aukinni hvatningu og hvernig getum við skapað fleiri
leiðtoga með slíkri tækni? Fræðsla um sjálfstraust og vellíðan í starfi félagsráðgjafa. Hvernig getum
við bætt samskiptin hjá okkur til hins betra.

DAGUR 3, FIMMTUDAGUR, 17. MARS
09:00 – 15:00 Bátsferð og heimsókn til Puerto De Mogán
Við bjóðum ykkur upp á yndislega siglingu og ferð til Puerto De Mogán sem kostar aðeins 54 Evrur. Innifalið er akstur fram og tilbaka, léttir drykkir, tapas réttir og sigling. Hægt er að fá lánað snorkl græjur. Við verðum ein með bátinn ef við náum góðri þátttöku. Byrjað er á stuttri kynnisferð um fallega bæinn Puerto De Mogán. Við siglum síðan með ekta kanarískum bát, Yellow Boat sem er með mjög góð sæti og borð fyrir alla. Siglt er meðfram ströndinni að sveitaþorpinu Tasarte. Á leiðinni sjáum við klettabelti með litskrúðugum jarðlögum. Við getum átt von á að sjá flugfiska, höfrunga og syndandi risa skjalbökur. Þaðan er snúið við og siglt að El Perchel víkinni sem er aðeins hægt að komast að frá sjó. Þar er hægt að fara í sjóinn, snorkla fyrir þá sem vilja, en sjórinn er einstaklega tær á þessu svæði. Við víkina eru bornar fram léttar veitingar, drykkir eru í boði alla ferðina. Marta og Ruben taka vel á móti gestum, en það má til gamans geta að Marta er talin vera fyrsti kvenskipstjórinn á Gran Canaria í ferðamannaiðnaðinum. Missum ekki af spennandi ferð.

DAGUR 4, FÖSTUDAGUR, 18. mars
08:30 – 09:30 Fitness Pilates Flow og hugleiðsla
09:30 – 10:30 Fyrirlestur „Heilsurækt huga, líkama og sálar“
12:00 – 12:30: TABATA styrktarþjálfun
12:30 – 13:00: Kviður og bakæfingar
14:00–18:00: Vettvangsferð á Roque Nublo Spítalann á Maspalomas – fræðsluferð.
Starfsheimsókn til sjúkraliða Heimsóknin er sérsniðin fyrir starfsfólk sem koma á námskeiðið sem
geta nýtt sér fræðsluna við starfið sitt.

DAGUR 5, LAUGARDAGUR, 19. MARS
09:30 – 10:30 Fusion Pilates – Styrkur og hugleiðsla
11:30 – 12:30 Námskeið: Liðsheild og hugmyndasköpun.
Flokkur: Efla liðsheild og bæta samskipti
Tími: 2 klst Markmið námskeiðsins: Hvernig sköpum við betri liðsheild á vinnustað? Hvernig getum
við aukið afköst starfsmanna, fengið betri og fleiri hugmyndir? Hvernig komum við hugmyndum í
framkvæmd? Farið er yfir þessi atriði sem snúa að eflingu liðsheildar, mannauðar og
hugmyndasköpunar á vinnustað.

DAGUR 6, SUNNUDAGUR, 20. MARS
Frjáls dagur – slökun og njótið dagsins

DAGUR 7, MÁNUDAGUR, 21. MARS
08:30 – 09:30 Fusion Pilates – Styrkur og hugleiðsla
09:30 – 10:30 Fyrirlestur „Sjálfstraust og sigurvissa“
12:00 – 13:00 DansFitness og TABATA
13:30 – 15:00 Valfrjálst – Ganga að Maspalomas strandöldunum – Maspalomas Dunes
19:00 – 22:00: Lokahóf ferðarinnar. Kvöldverður og gleði á velvöldum veitingastað.

DAGUR 8, ÞRIÐJUDAGUR, 22. MARS
Heimferð: NO2913 Neos Las Palmas – Keflavík kl 14:45 -20:15
12:00 – 12:30: Akstur á flugvöll

Til baka