Fréttir

Gönguferð innanlands – Kerlingarfjöll dagana 11.-15. júlí

12 mar. 2024

Ferðin kostar 70.000 kr. á mann (fullt verð 100.000 kr).
Opnað verður fyrir sölu á orlofsvef SLFÍ 17. apríl kl:13:00

Kerlingarfjöll á Kili eru á miðju hálendi  Íslands. Í Kerlingarfjöllum er fjölbreytt landslag á litlu svæði, tignarleg fjöll, jöklar, hverasvæði, gljúfur og dalverpi.

Hin árlega innanlandsferð Sjúkraliðafélags Íslands verður að þessu sinni í Kerlingarfjöllum. Hámarksfjöldi í ferðina eru 19 einstaklingar. Gist verður í svefnpokagistingu í fjórar nætur (gist í skálum fyrir 15 manns og 6 manns). Gengið verður í þrjá daga um þetta magnaða svæði. Skipt verður í matarhópa sem eldar sameiginlegar máltíðir.

Dagskrá ferðar:

  • Dagur 1: Lagt af stað frá skrifstofu SLFÍ að Grensásvegi með rútu kl: 9:00.
    Ekið í Kerlingarfjöll með viðkomu á Gullfossi.
  • Dagur 2: Hringur í Neðri Hveradölum, gengið 12-14 km og 500 m hækkun.
    Dagur 3: Ásgarðsfjall, Keis og Ásgarðsgljúfur, gengið 10-12 km og 300 m hækkun.
  • Dagur 4:  Kerlingin klukkuð gengið, 14 -16 km og 400 m hækkun.
  • Dagur 5: Heimferð kl: 11:00.

Innifalið í ferðinni:

  • Akstur fram og til baka í Kerlingarfjöll
  • Svefnpokagisting
  • Fararstjórn og gönguleiðsögn

Það sem þarf að hafa meðferðis:
Bakpoka, regngalli, legghlífar, auka peysa, húfa, Sólgleraugu, Vatnsflaska, hitabrúsi, bolli,
nesti fyrir tvö nestisstopp, smávegis nasl (orkugefandi), göngustafi, flugnanet, sundfatnað,
vaðskór og sólarvörn.

Til baka