Fréttir

Gönguferð innanlands 26. – 30. júlí

19 apr. 2023

Opnað verður fyrir sölu í gönguferð félagsins um Jökulsárgljúfur mánudaginn 24. apríl klukkan 14:00 á orlofsvef félagsins. 

Farið er í flipann „GJAFABRÉF OG KORT“ og þar er flipi sem á stendur „JÖKULSÁRGLJÚFUR 26“, sem smellt er á og miði keyptur. (ath. hámarksfjöldi í ferðina eru 19 manns). Nánar er hægt að lesa um ferðina á blaðsíðu 32 – 33 í orlofsblaði félagsins. Ferðin kostar 40.000 krónur fyrir félagsfólk, en 60.000 krónur fyrir utanfélagsmenn (geta einungis skráð sig í ferðina ef ekki verður uppselt).  

Frá Jökulsárgljúfrum

Einungis er hægt að kaupa einn miða. Greiða þarf ferðina við skráningu (40.000). 
15.000 kr. staðfestingagjald verður ekki endurgreiddar þótt hætt sé við að fara í ferðina.

Til baka