Gönguferð innanlands 26. – 30. júlí
19 apr. 2023
Opnað verður fyrir sölu í gönguferð félagsins um Jökulsárgljúfur mánudaginn 24. apríl klukkan 14:00 á orlofsvef félagsins.
Farið er í flipann „GJAFABRÉF OG KORT“ og þar er flipi sem á stendur „JÖKULSÁRGLJÚFUR 26“, sem smellt er á og miði keyptur. (ath. hámarksfjöldi í ferðina eru 19 manns). Nánar er hægt að lesa um ferðina á blaðsíðu 32 – 33 í orlofsblaði félagsins. Ferðin kostar 40.000 krónur fyrir félagsfólk, en 60.000 krónur fyrir utanfélagsmenn (geta einungis skráð sig í ferðina ef ekki verður uppselt).

Einungis er hægt að kaupa einn miða. Greiða þarf ferðina við skráningu (40.000).
15.000 kr. staðfestingagjald verður ekki endurgreiddar þótt hætt sé við að fara í ferðina.