Fréttir

Göngu- og skemmtiferðir til Spánar

11 maí. 2021

Tvær gönguferðir eru fyrirhugaðar til Andalúsíu á Spáni í haust. Fyrri ferðin verður farin dagana 5. til 12. september.
Tímasetningu seinni ferðar hefur verið breytt og verður hún farin dagana 12. til 19. september til Granada. Fararstjóri fer út með fyrri hópnum en tekur á móti seinni hópnum á flugvellinum úti.

Ferðirnar eru skipulagðar af Úlfheiði Ingvarsdóttur sjúkraliða og leiðsögumanni í samvinnu við ferðaskrifstofuna Salamöndru á Spáni.
Hægt er að hafa samband við Úlfheiði með því að senda póst á tölvupóstfangið Kadlinheida@ gmail.com, eða í sími 6944929.

Opnað verður fyrir skráningu í ferðirnar klukkan 13:00 þann 19. maí.
Hámarksfjöldi í hvora ferð er 16 manns.

Spánarferðirnar kosta 200.000 krónur fyrir félagsmenn en 240.000 fyrir utanfélagsmenn. Innifalið í verði flug til og frá Malaga. Gisting á þriggja
stjörnu hótelum ásamt morgunverði. Nesti í gönguferðum, vatn og ávextir. Þriggja rétta hádegisverður á göngudögum. Enskumælandi leiðsögumenn og trúss milli staða.

Göngu og skemmtiferð til Competa í Andalúsíu 5. – 12. september

Competa er fjallaþorp 40 km frá Malaga. Það er staðsett sjö hundruð metra fyrir ofan sjávarmál með töfrandi útsýni yfir nærliggjandi fjöll, sveit og Miðjarðarhafið. Gist verður þar í 6 nætur á Hotel Balcon de Competa sem er þriggja stjörnu hótel með sundlaug og frábæru útsýni yfir héraðið. Gist í tveggja manna herbergjum, aukakostnaður fyrir einbýli. Farið verður í allar gönguferðir þaðan. Síðustu nóttina er gist í Malaga á Hotel Don Curo.

Dagur 2
Morgunverður á hótelinu
Ekið frá Competa til Canillas de Aceituno fyrir gönguferðina
Gengið um Canillas de Aceituno. Leið: El Saltilo-La Raige. Hádegisverður á veitingastað í Canillas de Aceituna
Komið til baka á hótelið í Competa

Dagur 3
Morgunverður á hótelinu Ekið til Maro- Nerja, akstur um 45 min.
Gengið um The cliffs of Maro
Hádegisverður á veitingastað í Nerja
17:00 Frjáls tími í Nerja
19:15 Akstur til Competa

Dagur 4
Morgunverður á hótelinu
Ekið frá Competa til Casa Venta Real, matarmenningar La Axaqula
Brauðgerð að hætti Spánverja Vínsmökkun af Axarquia með allskonar tegundum af Tapas. Kynning á Migas á matarhefð Andalúsíu Hádegisverður, kaffi og lifandi tónlist
Komið til baka á hótelið í Competa

Dagur 5
Morgunverður á hótelinu
9:30 Gengið milli þorpa, The Three White villages frá Competa
10:30 Gengið um stræti Canillas de Alibaida
11:30 Piknikk í Molino de Rio
12:30 Gengið um þorpið Canillas de Albaida
13:00 Í boði að fara í bíl til Competa eða halda áfram göngunni
14:00. Komið til Competa
14:30 Hádegisverður í Competa
16:00 Frjáls tími

Dagur 6
Morgunverður á hótelinu
9:00 Ekið á 4×4 jeppum til Llanadas de Sedella, 1600 metra yfir sjáfarmáli
10:00 Gengið The sky of The Axarquia
14:00 Komið til baka til Competa
15:00 Hádegisverður á veitingastað í Competa
16:30 Frjáls tími

Dagur 7
Morgunverður á hótelinu
9:00 Ekið frá Competa til Malaga
12:00 Innritun á Hotel Don Curro í Malaga
13:00 Frjáls tími í Malaga

Dagur 8
Morgunverður á hótelinu

Heimferð. Flug frá Malaga 16:10. Brottför frá hóteli 13:00.
Lending í Keflavík klukkan 18:40.

Göngu og skemmtiferð til Granada 12. til 19. september

Ferðin kosta 200.000 krónur fyrir félagsmenn en 240.000 fyrir
utanfélagsmenn. Innifalið í verði flug til og frá Malaga. Gisting á þriggja
stjörnu hótelum ásamt morgunverði. Nesti í gönguferðum, vatn og ávextir. Þriggja rétta hádegisverður á göngudögum. Enskumælandi leiðsögumenn og trúss milli staða.


Óhætt er að fullyrða að Granada búi yfir einstæðum töfrum auk stórmerkra fornminja. Þegar ekið er í átt til borgarinnar blasir víðáttan við en fjærst gnæfa Snæfjöll, Sierra Nevada. Miðborg Granada einkennist af þröngum
götum. Það markverðast í Granada er þó Máravirkið fræga Alhambra, en það er eina arabíska konungshöllinn frá miðöldum sem enn stendur. Innifalið í ferðinni er aðgangur að Alhambra höllinni.
Akstur frá Malaga til Granada er um tvær klukkustundi

Dagur 1
Flug frá Keflavík til Malaga með Icelandair
klukkan 08:50 frá Keflavík, koma 15:10 til Malaga.
Akstur frá flugvellinum í Malaga til Granada tekur um það bil tvö tíma Frjáls tími eftir komu á hótelið í Granada


Dagur 2
Morgunverður á hótelinu
09:00 Gönguleið nálægt Granada, um það bil 4 tímar
13:00 Hádegisverður á veitingastað í Granada
15:00 Komið aftur á hótelið.
16:00 Frjáls tími
20:00: Kvöldverður með flamenco sýningu í helli Cave of Sacromonte


Dagur 3
Morgunverður á hótelinu. Leiðsögn um Alhambra höllina
13.30 Hádegisverður á veitingastaðnum Wok, CC Nevada
15:00 Nevada Shopping Center, besta verslunarmiðstöð Andalúsíu
17:00 Komið til baka á hótelið

Dagur 4
Morgunverður á hótelinu.
09:00 Lagt af stað til Langjarón, Albujarra Granada
10:00 Gengið um fjallastíga í Langjarón
14:00 Hádegisverður á veitingastað
16:00 Hótel spa Langjarón


Dagur 5
Morgunverður á hótelinu
09:00 Lagt af stað til Pampaneira
9:30 Gönguleið um Pampaneira
14:30 Hádegisverður á veitingastað í Pampaneira
16:00 Komið til baka á hótelið


Dagur 6
Morgunverður á hótelinu
09:00 Lagt af stað til Almunecar
10:00 Gönguferð meðfram ströndinni á Almunecar
13:00 Innritun á hotel í Almunecar
14:00 Hádegisverður
16:00 Frjáls tími


Dagur 7
Morgunverður á hótelinu. Engin dagskrá, slökun við ströndina í Almunecar


Dagur 8
Morgunverður á hótelinu
11:30 Akstur á flugvöllinn í Malaga
16:10 Heimflug frá Malaga
18:40 Lent í Keflavík

Til baka