Fréttir

Göngu- og skemmtiferð á Spáni 16. til 23. maí

9 mar. 2023

Sjúkraliðum stendur til boða gönguferð til Competa og Nerja í Andalúsíu á Spáni.
Ferðin kostar 200.000 krónur og 12 orlofspunkta, aukagreiðsla fyrir einbýli er 30.000 kr.

Hámarksfjöldi í ferðina er 19 manns. Ferðalýsing er nánari í Orlofsblaði félagsins.

Gönguferðir félagsins hafa verið vinsælar

Opnað verður fyrir sölu í ferðina fimmtudaginn 16. mars klukkan 14:00 á orlofsvef félagsins. Farið er í flipann „GJAFABRÉF OG KORT“ og þar er flipi sem á stendur „SPÁNARFERÐ 23“, sem smellt er á og miði keyptur.

Einungis er hægt að kaupa einn miða. Greiða þarf staðfestingargjald, 60.000 kr. Verður ekki endurgreitt þótt hætt sé við að fara í ferðina.

Flugmiðinn er síðan greiddur í gegnum link frá Heimsferðum kr. 78.000, mánaðamótin mars – apríl þegar nafnalisti þeirra sem fara í ferðina liggur fyrir. 

Lokagreiðsla 62.000 krónur (og viðbótargreiðslu ef gist er í einbýli) þarf að greiða fyrir 15. apríl og verður reikningur sendur á þá sem hafa greitt staðfestingagjaldið og flugið, þ.s. fram koma bankaupplýsingar og póstfang til að senda staðfestingu um að greiðslu sé lokið. 

Sjúkraliðar í sól og sandi á Spáni

Því miður komast einungis 19 manns með í þessa ferð og ef eftirspurnin verður mikil útbúum við biðlista í þessa ferð, sem hægt verður að skár sig á.

Mögulega verður boðið upp á viðlíka ferð í haust.

Til baka