Fréttir

Geðheilsustöð Breiðholts fær nýsköpunarverðlaun

27 jan. 2015

photo 4Á vefnum breidholt.is  má finna frétt sem félagið er mjög stolt af. Það eru þrír sjúkraliðar sem koma að verkefni Geðheilsustöðvar Breiðholts en verkefnið vann til nýsköpunarverðlauna síðasta föstudag. Á síðunni er hægt að lesa allt um það út á hvað verkefnið gengur.

Sjúkraliðarnir eru 

Geðheilsustöð:
Katrín Guðmundsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir

 

Þjónustumiðstöð Breiðholts:
Hlíf Geirsdóttir

 

photo 3 2

Geiðheilsustöðin í Breiðholti fékk Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu þetta árið, en sérstaka viðurkenningu fékk mötuneytisþjónustu skóla- og frístundasviðs fyrir umbætur í þjónustu og gæðum m.a. með næringaútreiknuðum matseðlum.

Verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu voru veitt á ráðstefnunniSkapandi þjónusta forsenda velferðar á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Í rökstuðningi valnefndar kom m.a. eftirfarandi fram:
,,.að Geðheilsustöðin í Breiðholti sé tímamótaverkefni í þjónustu við geðfatlaða. Með Geðheilsustöðinni er ætlunin að veita heildræna þjónustu fullorðnum einstaklingum sem greindir hafa verið með geðraskanir og draga m.a. þannig úr innlögnum á geðsvið Landspítalans …  … Um er að ræða umfangsmikið verkefni með hátt almannagildi. Skipulag og útfærsla þess er til fyrirmyndir. Verkefnið er mikilvægt fyrir þjónustuþegana, samfélagið og stofnunina. Jafnframt getur aðferðafræðin nýst öðrum.“ Sjá meira um verkefnið. 

Eftirtalin verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:
Reykjavíkurborg fyrir næringarútreiknaða matseðla,
Hafnarfjarðarbær fyrir Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði!,
Langanesbyggð og grunnskólinn í Bakkafirði fyrir athyglisverða kennsluaðferð,
Embætti landlæknis og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu,
Seltjarnesbær fyrir ungmennaráð Seltjarnarness.

Í rökstuðningi valnefndar segir m.a. að næringarútreiknaðir matseðlar, örútboð og matarsóun sé eitt af strærri heilbrigðisverkefnum þessarar þjóðar.  En forsenda þess að stuðla að heilbrigði fólks hefst m.a. með heilbrigðu og næringarríku matarræði fyrir börnin. Verkefnið tekur á fjórum mikilvægum þáttum, þ.e. lýðheilsu barna, umhverfissjónarmiðum, matarsóun og hagræðingu í rekstri með það að markmiði að hámarka virði máltíða. Þó að verkefnið hafi ekki verið innleitt í alla skóla í Reykjavík þá er ljóst að um er að ræða verkefni sem hefur mjög mikið almannagildi, aðferðafræðin getur nýst öllum mötuneytum hvort sem þau er fyrir börn og ungmenni í skólum eða fullorðið fólk á vinnustöðum.  Sjá meira um verkefnið. 

Til baka