Fréttir

Fyrsti trúnaðarmannaráðsfundur félagsins

9 okt. 2012

alt

 

  

Fyrsti trúnaðarmannaráðsfundur félagsins var haldinn 8. október sl. Á hann mættu yfir 80 sjúkraliðar allstaðar að af landinu.

 

Á fundinum flutti Sigrún Ásta Þórðardóttir, sálfræðingur erindið „Streita og streitueinkenni“,

Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri fór yfir mikilvægi öflugs stéttafélags,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson,  ræddi um hlutverk og verkefni trúnaðarmanna á vinnustað.

Eftir hádegi var hópavinnu með spurningarnar, Hvernig hægt sé að koma í veg fyrir streitu í starfi sjúkraliða. „Hvernig styrkjum við félagið“?  Að lokum var unnið með spurninguna „Hlutverk og verkefni trúnaðarmanna á vinnustöðum- Þarf að endurskoða þá þætti með tilliti til breytinga á vinnumarkaði“.

Tómas Bjarnason, frá Capasent og Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB kynntu launakönnun BSRB / SLFÍ.

 

Deginum lauk með því að trúnaðarmannaráð samþykkti ályktun, þar sem m.a. kemur fram gagnrýni á að ekki skuli hafa náðst meiri árangur í leiðréttingu á launamun kynjanna.  Einnig var ályktað um álagið sem er á sjúkraliðum og heldur áfram að aukast jafnt og þétt. 

 

Sjá ályktunina í heild sinni 

Til baka