Fréttir

Fullnaðarsigur sjúkraliða fyrir Félagsdómi gegn Akureyrarbæ

20 maí. 2015

 logmannshlid-2012

Dómsorð: Viðurkennt er að sjúkraliðar starfandi á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri falla undir starfsheitið „Sjúkraliði B“ samkvæmt gr. 1.3.1 í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur umboð fyrir, þar á meðal Akureyrarbæ, eins og greininni var breytt með 5. gr. samkomulags þessara aðila dagsettu 23. október 2014.

Stefndi Akureyrabær, greiði stefnanda Sjúkraliðafélagi Íslands, kr. 400.000 í málskostnað.

Í ljósi þessa dóms mun lögmaður félagsins gera kröfu fyrir hönd félagsmanna að laun verði leiðrétt frá gildistíma samningsins frá 1. ágúst 2014, með dráttavöxtum á öllum þeim stofnunum sem ekki fóru eftir gerðum samningi.

Til baka