Framvegis námskeið haustið 2014
22 ágú. 2014
Námskrá sjúkraliða haustið 2014
Sjúkraliðar víðs vegar um landið ættu nú að hafa fengið námskeiðsbækling frá Framvegis inn um póstlúguna. Í bæklingnum er greint frá framboði námskeiða í haust og hvenær námskeiðin fara fram.
Skráning á námskeiðin hefst mánudaginn 25. ágúst kl. 10, á heimasíðu Framvegis, framvegis.is, eða í síma 581-1900.
Fyrstu námskeið hefjast um miðjan september.
Námskrána má einnig nálgast á heimasíðu Framvegis.