Fréttir

Fræðadagar heilsugæslunnar. Allir sjúkraliðar við heilsugæslu heimahjúrun og hjúkrun aldraðra velkomnir

21 okt. 2011

 alt

Við viljum vekja athygli á því að skráning er hafin á Fræðadaga heilsugæslunnar sem verða haldnir í þriðja sinn þann 10. og 11. nóvember n.k. á Grand Hótel í Reykjavík.

 

Fræðadagar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru árlegir fræðsludagar þar sem starfsmenn miðla þekkingu sinni og reynslu og fjalla um mál sem þeim eru hugleikin eða sem efst eru á baugi hverju sinni. 

 

Í ár er dagskráin fjölbreytt að vanda. Við fáum m.a. góðan gest frá Svíþjóð, Ingibjörgu Jónsdóttur lífeðlisfræðing, sem vinnur við Streiturannsóknarstofnun Gautaborgar. Ingibjörg ætlar að tala um hreyfingu sem meðferðarform en rannsóknir hafa m.a. sýnt að hreyfing getur haft  sömu áhrif á boðefni líkamans og ýmis lyf, t.d. sum geðlyf. 

Aðrir aðalfyrirlesarar eru Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Jóhann Ágúst  Sigurðsson prófessor, yfirlæknir Þróunarstofu heilsugæslunnar.

 

Eins og áður er, auk erinda fyrir alla gesti, fjallað um afmörkuð málefni í minni sölum. Auk funda um fæðu og heilsu, hreyfingu barna og aldraðra sem og hreyfiseðils í Heilsugæslu, verður fundur um offitu,  fjallað um börn og brjóstagjöf og rætt um öldrunarþjónustuna, geðheilbrigði og mæðravernd.  Einnig verður rætt um lyfjagjafir, nýjar bólusetningar, nýja endurhæfingu og við fáum að vita hvað kynverund barna þýðir.

 

Alls eru um 50 erindi í boði þannig að það er úr nógu að velja. Skoðið spennandi dagskrá á https://heilsugaeslan.is/?PageID=2636

 

f.h. framkvæmdanefnar Fræðadaga HH

Hólmfríður Erla Finnsdóttir

Til baka