Fréttir

Fjallað um tilfærslu á málefnum atvinnuleitenda í fjölmiðlum

24 jan. 2012

Af heimaíðu BSRB

Gissur Pétursson, forstjóri VinnumálastofnunarTilraunaverkefni nokkurra stéttarfélaga innan ASÍ um tilfærslu á þjónustu við atvinnuleitendur verður undirritað síðar í vikunni ef allt gengur eftir. Formaður BSRB hefur undanfarið lýst andstöðu við þetta fyrirkomulag og í gær tók formaður SFR opinberlega undir þá gagnrýni. Fjallað var um málið í fjölmiðlum bæði í dag og í gær.

Fyrir áhugasama má finna umfjöllun um tilraunaverkefni hér á vef Rúv og í dag birtist svo ítarleg fréttaskýring um málið á leiðarasíðu Morgunblaðsins í dag. Þar fjallar Ómar Friðriksson um tilfærslu á þjónustu við atvinnuleitendur. Fréttaskýringu Morgunblaðsins má sjá hér að neðan:

340 milljónir í tilraun en VMST heldur sínu

Samhliða ákvörðun um framlengingu kjarasamninga sl. föstudag náðist samkomulag milli launþegasamtakanna á almenna vinnumarkaðinum og ríkisstjórnarinnar um að setja í gang á vormánuðum þriggja ára tilraunaverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur. Það gengur út á að nokkur stéttarfélög taka tímabundið að sér ákveðin verkefni sem til þessa hafa verið á könnu Vinnumálastofnunar (VMST).

Þetta verkefni hefur verið mjög umdeilt, félög opinberra starfsmanna lagst gegn því og andstaða verið við það innan Vinnumálastofnunar. Forstjóri VMST segir raunar að samkomulag liggi ekki enn fyrir en heimildarmenn innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða að niðurstaða liggi fyrir um að stór verkefni, einkum vinnumiðlun og ráðgjöf fyrir atvinnuleitendur, færist til VR á höfuðborgarsvæðinu, stéttarfélaga á Suðurnesjum og til AFLs stéttarfélags á Austurlandi. Er reiknað með að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra leggi þessar breytingar fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag til formlegrar afgreiðslu málsins
.

Til baka