Fréttir

Aðalfundur Suðurlandsdeildar

6 jan. 2022

Aðalfundur Suðurlandsdeildar SLFÍ verður haldinn í fjarfundi á Teams
fimmtudaginn 20. janúar 2022 klukkan 17:00

Dagskrá aðalfundar:

  1.  Kosning fundarstjóra
  2.  Skýrsla formanns um starfsemi deildarinnar
  3.  Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar deildarinnar
  4.  Tillögur um breytingar á reglum félagsins
  5.  Kosning formanns til tveggja ára
  6.  Kosning stjórnar og í nefndir
  7.  Kosning tveggja deildarkjörinna skoðunarmanna
  8.  Kosning fulltrúa deildarinnar til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga félagsins
  9.  Tillaga að fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar
  10.  Önnur mál

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verðum við að hafa aðalfundinn í fjarfundi á Teams. Allir starfandi sjúkraliðar í Suðurlandsdeild fá sent fundarboð í tölvupósti með aðgengi að fundinum.

Stjórn Suðurlandsdeildar SLFI

Til baka