Fréttir

Deildarráð Hjúkrunarfræðideildar hefur samþykkt með vísan í 47. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 að taka við umsóknum um undanþágu frá formlegum inntökuskilyrðum um stúdentspróf vegna háskólaáranna 2015-2016 og 2016-2017.

29 maí. 2015

 mynd frasludagur

 

Umsækjandi um slíka undanþágu skal hafi lokið sjúkraliðanámi og jafnframt gilda eftirtalin skilyrði:

  • Lágmarksaldur 25 ár
  • 5 ára starfsreynsla sem sjúkraliði, í minnst 80% starfshlutfalli að meðaltali
  • Lágmark 9 einingar í ensku, 15 einingar í íslensku og 6 einingar í stærðfræði

Sjá nánar

Til baka