Fréttir

BSRB, KÍ og BHM efna til málþings um lífeyrismá

11 jan. 2012

BSRB, KÍ og BHM efna til málþings um lífeyrismál

10.1.2012

LSR, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisinsMálþing um samspil lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnunar ríkisins fer fram á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar. BSRB, KÍ og BHM standa sameiginlega að málþinginu þar sem Benedikt Jóhannesson mun kynna efni nýrrar skýrslu sem hann hefur unnið um ofangreint málefni með sérstaka áherslu á lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.

Efni skýrslunnar er fyrir margra hluta sakir áhugavert og ekki síður niðurstöðurnar sem sýna m.a. fram á að munurinn á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega eftir því hvort þá greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum eða þeim almennu er mun minni en margir hafa haldið fram þegar tekið hefur verið tillit til greiðslna frá TR.

Auk Benedikts mun Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra fjallar um sýn stjórnvalda á verkefnin sem framundan eru í lífeyrismálum og Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, flytur erindið „Lífeyristrygging – Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða“ sem fjallar um víxlverkun lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga.

Einnig munu formenn BSRB, KÍ og BHM taka til máls um þetta mikilvæga málefni sem hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Áformað er að dagskráin hefist kl. 12:30 fimmtudaginn 19. janúar og standi til 16:00. Ekkert þátttökugjald verður innheimt og hvetur BSRB sem flesta félagsmenn sína og aðra sem áhuga hafa á málaflokknum til að láta sjá sig.

Til baka