Fréttir

Atvinnumessa

8 mar. 2012

 alt

Sérstæk atvinnumessa stendur yfir í Laugardalshöll. Á messunni eru kynnt um eitt þúsund ný atvinnutækifæri.

Þrjú félög innan BSRB voru með sameiginlegan bás undir merkjum bandalagsins og félaganna.

Um var að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR, stéttarfélag Í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Sjúkraliðafélagið var með kynningu á námi og störfum sjúkraliða 

Búist er við að um fimm þúsund manns leggi leið sína þangað í dag til að kynna sér þau störf og tækifæri sem í boði eru.

Talið er ljóst að þetta átak skili nýjum störfum. Kynnt eru um þúsund ný störf fyrir atvinnuleitendur; fyrir viku síðan framboðið um eitt hundrað störf, þannig að nú þegar er búið að tífalda þann fjölda starfa sem í boði eru.

Stutt málþing eru haldin meðan á messunni stendur. Steingrímur J. Sigfússon mætti við upphaf messunnar, og ræddi við Gylfa Arnbjörnsson frá ASÍ, og Vilhjálm Egilsson frá samtökum atvinnurekenda.

Mikill meirihluti þeirra sem nú þegar hafa komið í Laugardalshöll er fólk af erlendu bergi brotið.

Til baka