Fréttir

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning

11 okt. 2023

Atkvæðagreiðsla verður um framlengingu á kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. Framlengingin er til 6 mánaða og mun samningurinn gilda frá 1. október 2023 til 31. mars 2024.

Á þessum stutta samningstíma verður skoðað hvort farið verði í starfsmat og einnig unnið að kjarasamningi sem tæki gildi 1. apríl 2024.

Atkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 12. október kl. 15:00 og lýkur þriðjudaginn 17. október kl. 13:00.  

Kynningafundur verður haldinn á teams fimmtudaginn 12. október kl. 15:00.
Teams linkur verður „mínum síðum“ á heimasíðu félagsins. 

Þeir sem greiða atkvæði um samninginn eru félagsmenn á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þeir munu fá með tölvupósti nánari upplýsingar um samninginn og aðgang að atkvæðagreiðslunni.     

Ef einhverjir fá ekki upplýsingar um samninginn og geta ekki kosið, en telja sig vera á samningnum eru beðin um að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 553 9494 eða slfi@slfi.is       

Til baka