Fréttir

Áskorun velferðarvaktarinnar

21 nóv. 2011

Velferðarvaktin

Nýverið samþykkti Velferðarvaktin ályktun eða eins konar leiðbeiningar sem vonast er til að stjórnvöld fari sem mest eftir á komandi fjárhagsári. Þar segir:

  • Standa verður vörð um grunnþjónustuna og má ekki 
  • Standa verður vörð um grunnþjónustuna og má ekki draga úr henni gagnvart viðkvæmustu hópunum.
  • Fullnægjandi upplýsingar verða að vera fyrir hendi um áhrif og afleiðingar ákvörðunar á notendur. Í því felst að ákvörðunina er best að taka í anda opins lýðræðis í fullu samráði við þá sem hún snertir.
  • Flötum niðurskurði verði ekki beitt sem leggst af fullum þunga á notendur heldur er ákvörðun tekin um hagræðingu á afmörkuðu sviði og samhliða hugað að mótvægisaðgerðum sem mildar afleiðingar niðurskurðarins.
  • Hagræðing og sparnaður á einum stað má ekki leiða til aukinna útgjalda og álags á öðrum sviðum hins opinbera.
  • Taka verður fram þegar ákvörðun um hagræðingu er birt hvort um sé að ræða tímabundna ráðstöfun og þá til hve langs tíma eða varanlega ákvörðun. Allar neyðaraðgerðir sem gripið er til á erfiðum tímum þurfa að vera þess eðlis að unnt sé að leiðrétta þær þegar betur árar, án þess að skaði hafi orðið af.
  • Við hagræðingu í skólastarfi verði lögð áhersla á að fá nærsamfélagið til samstarfs, ekki síst foreldra og þriðja geirann.

Hægt er að kynna sér starf Velferðarvaktarinnar á heimasíðu þeirra.

Áskorun frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni15.11.2011

Á fundi velferðarvaktarinnar 1. nóvember síðast liðinn var samþykkt að senda stjórnvöldum áskorum um aðgát við gerð fjárhagsáætlana vegna ársins 2012. Velferðarvaktin sendi stjórnvöldum samhljóða bréf fyrir ári síðan.Lesa meira
 

Til baka