Ársskýrsla Vestmannaeyjadeildar 2022

Aðalfundur svæðisdeildar Vestmannaeyja var haldinn 3. nóvember 2022 í Líknarsalnum við Faxastíg. Nokkuð vel var mætt á fundinn eða 20 félagsmenn. Mikil ánægja var hjá fundargestum að koma aftur saman og eiga notalega kvöldstund saman. Fundarstjóri var Sigríður Gísladóttir. Einsi kaldi sá um matinn.

Stjórn Svæðisdeildar Vestmannaeyja frá vinstri: Donna Ýr, Fjóla Sif, Berglind, Andrea og Ásdís Emilía

Úr stjórn gengu Þær Áslaug Steinunn Kjartansdóttir og Dagmar Skúladóttir og í þeirra stað komu Ásdís Emilía Björgvinsdóttir formaður og Donna Ýr Kristinsdóttir. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt vinnu sína í störf fyrir deildina kærar þakkir og óskum nýrri stjórn velfarnaðar í sínum störfum.

Stjórn Svæðisdeild Vestmannaeyja 2022-2023
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, formaður
Andrea Guðjóns Jónasdóttir
Berglind Sigvardsdóttir
Fjóla Sif Ríkhardsdóttir
Donna Ýr Kristinsdóttir

Uppstillingarnefnd:
Anna Guðný Magnúsdóttir Laxdal
Ragnheiður Lind Geirsdóttir

Trúnaðarmenn: 
Anna Guðný Laxdal Magnúsdóttir. Sjúkradeild HSU Vestmannaeyjum
Alfa Markan Elfarsdóttir, Heilsugæsla HSU Vestmannaeyjum
Hulda Erna Eiríksdóttir, Hraunbúðir HSU Vestmannaeyjum

Kjaramálanefnd:
Hjördís Kristinsdóttir
Hafdís Sigurðardóttir

Jólaskemmtinefnd:
Andrea Guðjóns Jónasdóttir
Fjóla Sif Ríkhardsdóttir

Ferðanefnd: 
Bjartey Ósk Stefánsdóttir
Erna Sævarsdóttir

Gestur fundarins var Sonja Finnsdóttir og er hún ný ráðin sem iðjuþjálfi hjá Vestmannaeyjabæ. Þar sem Sonja er ný flutt til eyja þá kynnti hún sig og sagði okkur frá sér og hvernig nám og starf iðjuþjálfa er háttað og svo fór hún yfir starf sitt hjá Vestmannaeyjabæ, sem var mjög áhugavert.

Sonja Finnsdóttir

Nokkuð góð mæting var á síðasta aðalfund sem við rétt náðum að halda,  en einu sinn voru fjöldatakmarkanir og fólk jafnvel hrætt við að fara á mannamót. Í byrjun nýs starfsárs var en þá samkomutakmarkanir og við vorum farin að kunna þetta bara nokkuð vel.

Á Evrópudaginn 26. nóvember færðum við sjúkraliðar Landakirkju 100.000 kr til fjölskylduhjálpar í Vestmannaeyjum.

Ragnhildur Bolladóttir kom til okkar 23. maí og var með kynningu um fræðslumál og fræðslusjóði félagsins. Þann 29. september var fundur og þar var farið yfir stofnunarsamning einnig var ferðanefndin með kynningu á ferð sem farin verður til Amsterdam um miðjan apríl á næsta ári.

Stjórnin hefur fundað töluvert í gegnum fjarfundarbúnað enda erum við ornar vanar því eftir boð og bönn undanfarin ár við höfum einnig hist á þrem fundum og rætt saman.

Formaður hefur farið á þrjá fundi tvo í Reykjavík og einn á Akureyri. Mikið er að gerast hjá félaginu og eru samningsaðilar félagsins farnir að undirbúa sig vel fyrir komandi kjaraviðræður gert er ráð fyrir að hiti verði í kjaraviðræðum og jafnvel að verkföll gætu verið í kortunum.

Töluverða breytingar eru með svæðisdeildarnar sem eru til að samræma störf deildanna og auðvelda rekstur þeirra. Helsta breytingin er að formaður er valin fyrir hverja deild til tveggja ára í senn og aðrir í stjórn eru meðstjórnendur sem skipta með sér verkum. Formaður fær viðskiptakort sem er í eigu Sjúkraliðafélagsins sem notað er til að greiða kostnaður vegna funda og rekstur deildarinnar.

Á haustönn einn sjúkraliði frá FÍV og tíu á vorönn, þannig að það hefur heldu betur fjölgað í sjúkraliðahópnum okkar.

Frá vinstri, , Erna, Sólveig, Sigurlína, Bjarný, Sigurlaug, Vala, Lilja, kennari, Erna Sif, Rakel Ýr, Patrycja og Harpa. Á myndina vantar Bjartey Ósk.

Í dag eru rúmlega 40 sjúkraliðar starfandi í Vestmannaeyjum, sem vinna hjá tveimur atvinnurekendum. Það er annars vegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU), sem er með starfstöðvar á HSU sjúkradeild, heilsugæsla og Hraunbúðir og hins vegar Vestmannaeyjabær rekur Dagdsdvöl.

Trúnaðarmenn deildarinnar ásamt formanni hittust og fóru yfir stofnunarsamninga.

Þá hefur stjórnin fundað reglulega til að fara yfir stöðuna hverju sinni, einnig hefur stjórnin við nýtt tæknina og fundað í gegnum teams og átt samskipti í gegnum fjarfunabúnað.

Fyrir hönd stjórnar Vestmannaeyjadeildar,
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir

Til baka