Ársskýrsla Vesturlandsdeildar 2021 – 2022

Deildin okkar átti 30 ára afmæli 4. nóvember 2021.
Þá var búið að skipuleggja glæsilegan aðalfund sem átti að fara fram á Gamla kaupfélaginu með góðum mat og skemmtiatriðum.  Eins og svo oft áður þurfti að aflýsa honum vegna covid. Aðalfundurinn var því haldinn á Zoom 14. mars síðast liðinn.  

Stjórn Svæðisdeildar Vesturlands starfsárið 2021-2022
Frá vinstri: Guðrún Drífa, Inga Birna, Fanney, Inga Lilja, Thelma Björk.

Þá var auglýst eftir framboðum um setu í stjórninni en þar sem engin framboð bárust var núverandi stjórn sjálfkjörin.

Stjórn Svæðisdeildar Vesturlands
Inga Lilja Sigmarsdóttir, formaður

Meðstjórnendur eru
Thelma Björk Bjarkadóttir
Guðrún Drífa Halldórsdóttir
Inga Birna Aðalbjargardóttir
Fanney Reynisdóttir

Kjörstjórn
Fanney Reynisdóttir
Inga Birna Aðalbjargardóttir

Haldnir voru þrír fundir svæðisdeildarinnar á tímabilinu og voru reglulega fundir á netinu hjá félagsstjórninni til að missa ekki alveg taktinn þrátt fyrir takmarkanir í þjóðfélaginu. Náðum þó að hittast aðeins á starfsárinu sem var alveg dásamlegt.

Trúnaðarmannaráðsfundur var haldinn 21. október 2021.  

Kynning í FVA 7. október 2021
Þann 7. október 2021 fór formaður Vesturlandsdeildarinnar og Ragnhildur Bolladóttir verkefnastjóri SLFÍ upp í Fjölbrautarskóla Vesturlands og héldum þar kynningu fyrir sjúkraliðanema á félaginu og stardsemi þess.  Þar voru rúmlega 40 nemendur í námi og er alltaf jafn gaman að fara og kynna félagið fyrir framtíðar sjúkraliðum.

Fulltrúaþing BSRB 24 og 25 mars 2022
Fyrri hluti þingsins fór fram á netinu þar sem að það voru samkomutakmarkanir á þeim tíma.  Seinni hlutinn fór fram í lok mars og var þar mikið um hópavinnu, fyrirlestra og kosningar á lögum og ályktunum.  Athyglisvert var að koma saman með öllum hinum aðildafélögunum og heyra þeirra hlið á t.d. styttingu vinnuvikunnar.

Útskriftir nemanda úr FVA
Á þessu starfsári voru engar útskriftir sjúkraliðanema úr FVA. 

Stofnanasamningar
Byrjað var að funda með stjórn HVE í byrjun nóvember á síðasta ári.  Stofnanasamningar voru klárir í desember eftir fáa og góða fundi saman og var það mín tilfinning að allir hafi farið nokkuð sáttir frá borðinu.  Þeir tóku gildi 1. janúar 2022.

Fagráð HVE
Óskað var eftir framboðum sjúkraliða til setu í fagráði HVE.  Einn sjúkraliði bauð sig fram og fagna ég því að við skulum eiga okkar fulltrúa þar inni.

Fulltrúaþing SLFÍ 12 maí 2022
Við áttum tvo kjörna fulltrúa á þinginu.  Það voru þær Fanney Reynisdóttir og Inga Birna Aðalbjargardóttir og var þetta þeirra fyrsta fulltrúaþing. 

Breytingar voru gerðar á greiðslum reikninga og kostnaðar í byrjun sumarsins. Þetta var samþykkt á fundi og felast breytingarnar aðalega í því að auðvelda svæðisdeildunum vinnu sína.  Þá þarf ekki lengur að gera efnahagsreikninga og fá utanaðkomandi aðila til að fara yfir þá.  Allir formenn deilda fengu viðskiptakort sem tekið er útaf og kvittanir sendar beint á sjúkraliðafélag Íslands.  Stærstu upphæðirnar greiðir félagið beint og tel ég þetta vera mikla auðveldun á starfsemi deildanna.  Við þurfum þó að gera fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár.

Evrópudagur sjúkraliða
Þann 26. nóvember ár hvert er Evrópudagur sjúkraliða og er dagurinn haldinn hátíðlegur í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess. 

Upplýsingar um deildina
Svæðisdeild Vesturlands liggur frá Hvalfjarðarbotni að sunnan að Barðaströnd að norðan. Svæðisdeild Vesturlands var stofnuð þann 4. nóvember 1991. Deildin átti því stórafmæli í nóvember, 2021.

Fjöldi félagsmanna í deildinni:  
Samkvæmt félagaskrá SLFÍ eins og hún reyndist 31. desember 2021 voru félagsmenn 144.

Fyrir hönd Svæðisdeildar Vesturlands,
Inga Lilja Sigmarsdóttir

Til baka