Ársskýrsla Suðurnesjadeildar 2022 – 2023

Árið 2023 var viðburðarlítið hjá okkur í Suðurnesjadeild.

Sjö sjúkraliðar útskrifuðust frá FS í júní og færði félagið þeim rósir og árnaðaróskir en enginn sjúkraliði útskrifaðist af haustönn. 

Í stjórn sjúkraliðafélagsins sitja Steinunn Bára Þorgilsdóttir, formaður , Matthildur Ólöf Guðmundsdóttir, varaformaður, Guðbjörg Ingibergsdóttir gjaldkeri, Steinunn Dagný Ingvarsdóttir, ritari og Sigrún Stefánsdóttir, varamaður í stjórn.

Steinunn Bára og Matthildur Ólöf fóru á fulltrúaþing í maí en daginn fyrir fulltrúaþingið fór fram stefnumótunarvinna með framtíðarsýn félagsins í forgrunni. Allir kjörgengir fulltrúar tóku þátt og farið var lengra með stefnumótavinnunna á trúnaðarmannaráðstefnunni sem haldinn var í haust og verður þessi vinna notuð áfram. Þangað voru boðaðir allir trúnaðarmenn hjá félaginu. Trúnaðarmenn eru mikilvægir en þeir eru tengiliðir við starfandi sjúkraliða og fylgjast með hvernig gangi á vinnustöðum og eru til staðar fyrir félagsmenn.

Aðalfundur Suðurnesjadeildar átti að vera 23. nóvember en vegna hamfaranna í Grindavík var ákveðið að hætta við hann. Í stað aðalfundar var ákveðið að halda súpuhitting þann 27. nóvember í félagsaðstöðu sjúkraliða við Grensásveg þar sem öllum sjúkraliðum af Suðurnesjum var boðið. Þangað mættu eingöngu sjúkraliðar frá Grindavík og var gott að hitta þær og sýna þeim stuðning.  

Stjórn deildarinnar hittist fimm sinnum yfir árið ásamt því að ræða saman á netinu að auki sótti formaður fundi með félagstjórninni bæði á Teams og staðfundi.

Stjórn Suðurnesjadeildar 2023-2024 
Sigrún, Guðbjörg, Steinunn Bára, Steinunn Dagný og Matthildur 

Engin breyting varð á stjórn deildarinnar og hlakkar okkur til að halda áfram að reyna að fá sjúkraliða á Suðurnesjum til að mæta, styrkja starfið og gera eitthvað skemmtilegt saman.

Við óskum ykkur gleðilegs árs og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á árinu.

5. janúar 2024,
Steinunn Bára Þorgilsdóttir, formaður Suðurnesjadeildar

Til baka