Ársskýrsla Norðurlandsdeildar vestri 2021-2022
Ágætu sjúkraliðar.
Á þessu starfsári, líkt og síðastliðin tvö ár, var lítið hægt að gera. Ekki var hægt að halda aðalfund fyrir starfsárið 2021 og því var ákveðið að stjórnin sætir áfram þar til hægt væri að halda aðalfund.
Í apríl héldum við stjórnarfund þar sem Guðrún Elín lét af störfum vegna veikinda og viljum við þakka henni fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í gegnum árin. Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir varaformaður tók við stöðu formanns af Guðrúnu Elínu.
Í september var kosning trúnaðarmanna og niðurstaða á Sauðárkróki var að Sigurlaug Dóra var endurkjörin fyrir deild 1 og 2 og Ásta Karen til vara og Guðrún Elína endurkjörin fyrir deild 3, 5 og 6 og Ólina Rut til vara. Á Blönduósi var Eva Guðbjartsdóttir kosin og Þorbjörg Bjarnadóttir til vara.
Fulltrúaþingið á Akureyri í október sótti Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir. Það voru góðar umræður um komandi kjarabaráttu og vaktahvatinn m.a. ræddur. Síðan var farið í Skógarböðin og snæddur kvöldverður saman.
Aldrei þessu vant var hægt að halda trúnaðarmannráðsfund þar sem trúnaðarmenn svæðisdeilda félagsins komu saman í félagsaðstöðu SLFÍ.
Í öllu þessu covid-fári fór Evrópudagur sjúkraliða þann 26. nóvember 2022 fram hjá okkur og áttuðum við okkur ekki á því fyrr en hann var liðinn. Stefnum við á að bæta okkur það upp á næsta ári.
Þann 19. desember héldum við stjórnarfund og var tekið ákvörðun í samráði við Sjúkraliðafélagið um að halda aðalfund þann 5. janúar 2023.
Aðalfundur var því haldinn þann dag og óskaði Guðrún Elín Björnsdóttir, formaður deildarinnar, eftir því að hætta í stjórn. Mælt var með að Ásta Karen Jónsdóttir myndi taka að sér formennsku til tveggja ára, sem hún samþykkti. Með Ástu Karen sitja nú í stjórn deildarinnar þær Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, varaformaður og Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, ritari, en auk þeirra sitja Jóhanna Gunnlaugsdóttur og Jenný Rut Valsdóttir sem meðstjórnendur. Mun þessi stjórn sitja til næstu tveggja ára. Í kjörnefnd voru kosnar þær Guðrún Björg Guðmundsdóttir og Hafdís Skarphéðinsdóttir. Ekki þarf lengur að kjósa skoðunarmenn reikninga.
Fjöldi félagsmanna deildarinnar eru nú 60 manns.
Fjöldi nýútskrifaðra sjúkraliða frá FNV eru 21.
Stjórnin þakkar góðar stundir.
Ásta Karen Jónsdóttir