Ársskýrsla Norðurlandsdeildar eystri 2023
Aðalfundur deildarinnar haldinn á Greifanum þann 21. nóvember 2022. Breytingar í stjórn voru að þessu sinni því þær Bergþóra og Ingibjörg gáfu ekki kost á sér áfram. Kosið var um formann og gaf Hafdís Dögg kost á sér áfram og var það samþykkt með lófaklappi. Nýir inn í stjórn komu þau Róbert Guðnason og Erla Birgisdóttir. Róbert kom inn í aðalstjórn og Erla kom inn í varastjórn. En samkvæmt reglunum átti að kjósa um Kristínu Helgu og Freydísi Önnu en þær gáfu kost á sér til áframhaldandi setu.
Stjórnina skipa:
Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir, formaður
Freydís Anna Ingvarsdóttir, varaformaður
Kristín Helga Stefánsdóttir,
Harpa Hlín Jónsdóttir,
Róbert Guðnason,
Erla Birgisdóttir, til vara
Þær breytingar áttu sér stað á árinu að gjaldkerastaðan var í raun felld niðura, svo ekki er þörf á að fara yfir reikninga félagsins á aðalfundi, en farið var yfir rekstraráætlun og ætlaði deildin sér stóra hluti á árinu.
Meðal annars var á döfinni afmælisferð deildarinnar, en deildin var 30. ára 19. október 2021.
Gestur fundarins var Jón Knútur og var hann með fyrirlestur um bráðaveiki og fyrstu viðbrögð.
Þar sem aðalfundurinn var frekar seint á árinu, og flestir stjórnarmeðlimir í framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, náði deildin ekki að skipuleggja neitt fyrir Evrópudag sjúkraliða og var fyrsti stjórnarfundurinn ekki fyrr en í janúar.
En sjúkraliða létu gott af sér leiða á Evrópudeginum og var víða sem kökur voru í boði á deildum stofnannna.
Stjórnin boðaði til trúnaðamannafundar fyrir aðalfundinn.
Þrír fyrirlestrar voru haldnir á þessu starfsári, Jóhanna Þorleifsdóttir hélt fyrirlestur bæði á Hlíð og á Dalbæ um launaseðla og vinnustund og séra Hildur Eir var svo með fyrilesturinn: Að vera samferða.
Kristín Helga, Freydís Anna og Hafdís Dögg fóru sem fulltrúar deildarinnar á fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins og tóku þátt í stefnumótunarvinnu félagsins. Vorferð deildarinnar var farin 1. júní til Hríseyjar, þar var skoðað Hús Hákarla-Jörundar, kíkt í Hríseyjarbúðina og svo fengum við okkur að borða í Verbúðinni. Á heimleiðinni fórum við í heitu pottanna á Hauganesi. Vorferðin var afmælisferð en deildin var stofnuð 19. október 1991. Vegna ástandsins í heiminum árið 2021 var ekki hægt að halda upp á afmælið það árið en þetta árið gekk það upp.
Félagsmenn deildarinnar þann 31. desember 2022 voru 238.