Ákvörðun félagsgjalda 

11. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands 23. maí 2002 samþykkti, að félagsgjöld ársins 2002 verði 1.4% af öllum launum, að inniföldum fagfélagsgjöldum. Fagfélagsgjald 2002 verði kr. 10.000. – sem er u.þ.b. 0.7% af föstum byrjunarlaunum sjúkraliða reiknað af 1. þrepi í launaflokki A07 samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg og 1. þrepi 204 launflokks skv. kjarasamningi félagsins og Launanefndar sveitarfélaganna sbr. launtöflu með gildistíma frá 1. janúar 2002. Félagsgjald starfandi félagsmanna skal ákveðið þannig, að það sé aldrei lægra en það gjald sem félagsstjórn ákveður að innheimta fyrir fagfélagsaðild. (Sbr. ákv. 27. gr. laganna).

12. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands 14. maí 2003 samþykkti að stéttarfélagsgjöld 2003 verði  
óbreytt frá fyrra ári 1,4% af öllum launum að inniföldum fagfélagsgjöldum. Fagfélagsgjöld verði 10.000. – krónur sem er u.þ.b. 0,7% af föstum byrjunarlaunum sjúkraliða, reiknað af 1. þrepi í launaflokki A07 samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg og 1. þrepi í launaflokki 204 skv. kjarasamningi félagsins við Launanefnd sveitafélaganna sbr. launatöflu 1. janúar 2003. 

13. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands, 14. og 15.maí 2004 samþykkt óbreytt stéttarfélagsgjald frá fyrra ári. Samþykkt að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði að hámarki 50.000 kr á ári.  

14. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands, 26. og 27. maí 2005 samþykkti óbreytt stéttarfélagsgjald frá fyrra ári.  

15. fulltrúaþing 18.maí 2006 samþykkti óbreytt stéttarfélagsgjald frá fyrra ári.

16. fulltrúaþing 31. maí 2007 samþykkti að stéttarfélagsgjöld verði óbreytt og að hámarki kr. 65.000,- fyrir árin 2006 og 2007.  

17. fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins 12. maí 2008 samþykkt í fjárhagsáætlun að hækka gjald til kjaradeilusjóðs SLFÍ í 10% af innheimtum stéttarfélagsgjöldum. 

18. fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins 12. maí 2009 samþykkti óbreytt stéttarfélagsgjöld frá fyrra ári.
1,4% af öllum launum að inniföldum fagfélagsgjöldum. Fagfélagsgjöld verði 10.000. – krónur.
Samþykkt að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði að hámarki 65.000 kr. árið 2009. 

19. fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins 11. maí 2010 samþykkti óbreytt stéttarfélagsgjöld frá fyrra ári 1,4% af öllum launum að inniföldum fagfélagsgjöldum. Fagfélagsgjöld verði 10.000. – krónur. Samþykkt að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði að hámarki 65.000 kr. árið 2010. 

20. fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins 12. maí 2011 samþykkti óbreytt stéttarfélagsgjöld frá fyrra ári  
1,4% af öllum launum að inniföldum fagfélagsgjöldum. Fagfélagsgjöld verði 10.000. – krónur.  
Samþykkt að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði að hámarki 65.000 kr. árið 2011. 

21. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 70.000 kr. árið 2012, annað óbreytt. 

22. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands Samþykkt að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 70.000 kr. árið 2013, annað óbreytt. 

23. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 70.000 kr. árið 2014, annað óbreytt.  

24. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 75.000 kr. árið 2015, annað óbreytt.  

25. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 82.000 kr. árið 2016. 

26. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 85.000 kr. árið 2017. 

27. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 88.000 kr. árið 2018. 

28. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 95.000 kr. árið 2019. 

29. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 103.000 kr. árið 2020. 

30. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 108.000 kr. árið 2021. 

31. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári og að hámarki 127.000 kr. árið 2022. 

Til baka