Fréttir

Afsláttarkjör á heimasíðu félagsins.

21 jún. 2012


alt
AP Media hefur séð um söfnun afsláttar fyrir notendur Frímanns undanfarin ár og þar á meðal Sjúkraliðafélag Íslands. Það kemur fram hjá söfnunaraðilunum að aldrei hafi verið annar eins fjöldi á bak við afsláttinn, en 15 félög tóku þátt sem telja rúmlega 50,000 félagsmenn í heildina. Í ár bjóða 57 fyrirtæki stéttarfélögum og starfsmannafélögum og félagsmönnum þeirra, sem eru aðilar að Frímanni upp á afslátt af vörum og/eða þjónustu. Um helmingur þessara fyrirtækja eru ný eða hafa ekki veitt afslátt áður. Afsláttur gildir í 1 ár, frá 1. júní 2012-júní 2013.
Sjúkraliðar eru hvattir til þess að skoða á heimasíðunni hvaða afslættir eru í boði. Þegar afsláttur er nýttur þarf að vísa upp félagaskýrteininu sem félagið sendir út árlega. 

Til baka