Fréttir

Að gefnu tilefni, vegna fréttar stöðvar 2 um hjúkrunarheimilið Seljahlíð.

11 feb. 2015

seljahlid

Að gefnu tilefni vill Sjúkraliðafélag Íslands koma því á framfæri að í fréttum stöðvar 2 þriðjudagskvöldið 10. febrúar var rangt farið með að viðtal við trúnaðarmann á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð hafi verið við sjúkraliða. Hið rétta er að um var að ræða trúnaðarmann ófaglærðra starfsmanna Sjúkraliðafélag Íslands hefur talað við starfsmenn heimilisins og fengið það staðfest að hjúkrunarfræðingar eru að hætta eins og fram kom í fréttinni.

Stöðugildi sjúkraliða er langt undir 10 sjúkraliðum og er það einnig rangt farið með. Aðrir eru ófaglærðir og þar með konan sem gaf viðtal. Hún er trúnaðarmaður þeirra en er ekki sjúkraliði eins og fram kom í fréttinni.

Til baka