Fréttir

30. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands

6 maí. 2021

Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands verður haldið þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 10:00 – 15:00 í félagsaðstöðu sjúkraliða við Grensásveg 16, 108 Reykjavik, (gengið inn baka til). Samkvæmt lögum félagsins skal það haldið árlega á tímabilinu apríl – maí. Vegna Covid var því frestað fram í september á síðast ári. Nú hefur verið ákveðið að fulltrúaþingið verði haldið þriðjudaginn 18.maí kl. 10.00 og er gert ráð fyrir að það standi til 15.00. 

Eins og síðast hefur verið ákveðið að halda þingið með rafrænum hætti. Fyrirtækið Ap media verður okkur innan handar þegar kemur að atkvæðagreiðslum og praktískum málum eins og á síðasta þingi. Þingfulltrúar, stjórn og sjúkraliðar sem skipa nefndir og ráð félagsins, fulltrúar sérnáms- og lífeyrisdeilda, auk skoðunarmanna reikninga hafa fengið með tölvupósti fundargögn og vefslóð til að komast á fundinn. 

Allir félagsmenn hafa rétt til setu á fulltrúaþingi með málfrelsi, án tillögu- eða atkvæðisréttar. Hægt verður að fylgjast með þinginu á streymi sem aðgengilegt verður á Mínum síðum

Fulltrúaþingið hefst kl. 10.00 samkvæmt boðaðri dagskrá. Eftir hádegishlé, eða kl. 13.00 mun Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpa þingið. Að loknu ávarpi heldur dagskrá þingsins áfram sem lýkur um kl. 15.00.

Dagskrá fulltrúaþings 18. maí 2021 kl. 10:00 – 15:00

10:00  Setning þingsins
Sandra B. Franks, formaður 

10:30  Kosning forseta og varaforseta þingsins og ritara

10:35  Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári 
Sandra B. Franks, formaður 

10:30  Ályktanir þingsins kynntar 
Sandra B. Franks, formaður 

10:45 Reikningar félagsins og sjóða á vegum þess lagðir fram til samþykktar
Ársreikningur Félagssjóðs
Ársreikningur Vinnudeilu- og verkfallssjóðs    
Ársreikningur Minningarsjóðs  
Ársreikningur Starfsmenntasjóðs

Jóna Jóhanna Sveinsdóttir, gjaldkeri 

Ársreikningur Orlofssjóðs
Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri

Ákvörðun um félagsgjöld 
Jóna Jóhanna Sveinsdóttir, gjaldkeri

Starfsáætlun næsta starfsárs lögð fram til samþykktar
Jóna Jóhanna Sveinsdóttir, gjaldkeri

Ársreikningar Starfsþróunarsjóðs og Fræðslusjóðs kynntir 
Sandra B. Franks, formaður

11:30  Tillögur til lagabreytinga og breytinga á starfsreglum deilda og sjóða
Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri

12:25  Formannskjöri lýst
Hulda Birna Frímannsdóttir, formaður kjörnefndar           

12:30 – 12:55 Hádegishlé

13:00  Ávarp Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra  

13:20  Kveðja til Birnu Ólafsdóttur  
Sandra B. Franks, formaður 

13:40  Kosning til stjórnar, varaformanns, ritara og gjaldkera, auk varamanna   
Jakobína Rut Daníelsdóttir, formaður uppstillingarnefndar

14:00  Kosning í fastanefndir, félagskjörinna skoðunarmanna og BSRB fulltrúa
Jakobína Rut Daníelsdóttir, formaður uppstillingarnefndar 

14:30  Ályktanir bornar upp til samþykktar
 Sandra B. Franks, formaður 

15:00  Fulltrúaþingi slitið
Sandra B. Franks, formaður
           

Til baka