Fréttir

Upplýsingar um stöðuna í kjarasamningum við atvinnurekendur

30 apr. 2014

Frá sameiginlegum fundi SLFÍ og SFRFrá sameiginlegum fundi SLFÍ og SFR


Upplýsingar um stöðuna í kjarasamningum

við atvinnurekendur  

Aðal krafa félagsins hefur verið að launatöflur verði lagfærðar með tilliti til

þeirrar skekkju sem hefur orðið á launatöflum

vegna ítrekaðra krónutöluhækkanna í stað prósentu hækkana.

 

Viðræður við fjármálaráðuneytið (Ríkið) .

Samningviðræður við ríkið hafa legið niðri um nokkurn tíma, en höfðu þokast í rétta átt.

Félagið  hefur lagt áherslu á að launataflan verði lagfærð þannig að

mikilvægt skref verði tekið í að það náist að rétta hana af í næsta samningi.

Nokkur vinna hefur verið lögð í töfluútreikninga en ekki gengið sem skyldi.

Félagið hefur óskað eftir fundi sem fyrst þannig að samningar klárist.

 

Reykjavíkurborg.

Síðast var haldinn fundur með samninganefnd Reykjavíkurborgar þann 29. apríl.

Sama krafa hefur verið þar og við ríkið þ.e. að launataflan verði lagfærð. 

Félagið lagði fram tillögu að lagfærðri launatöflu og er hún í

skoðun og verður svarað á fundi n.k. mánudag 5. maí.

 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Samningaumleitanir hafa verið við samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu

í nokkurn tíma, en án nokkurs árangurs.

Viðræðunum var vísað til ríkissáttasemjara  fyrr í mánuðinum og hafa  þegar verið haldnir

fjórir fundir undir stjórn hans. 

Eins og fram hefur komið í fréttum  hefur þegar verið samþykkt að leggja niður vinnu

hafi samningar ekki náðs fyrir 12. maí nk. 

Farið verður í tvö einsdags verkföll , þ.e. 12. og  15. maí  og í einn sólarhring þann 19. maí.  

Allsherjarverkfall  hefst 22. maí hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 

Til baka