Fréttir

Undirbúningur verkfallsaðgerða hafinn

13 feb. 2020

Nýafstaðinn trúnaðarmannaráðsfundur Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti tillögu um verkfallsaðgerðir sem muni hefjast í mars.
Akvæðagreiðsla um tillöguna mun fara fram meðal félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands dagana 17. 18. og 19. febrúar.

 

Ályktun Trúnaðarmannaráðs
Sjúkraliðafélags Íslands, 13. febrúar 2020

Trúnaðarmannaráð Sjúkraliðafélags Íslands bendir á þá ömurlegu staðreynd að sjúkraliðar hafa verið samningslausir í 11 mánuði.
Þetta gerist þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um bætt vinnubrögð, þar sem samningur átti að taka við af samningi.
Trúnaðarmannaráðið krefst þess að gengið verði frá samningum strax og styttingu vinnuvikunnar, án skerðingar á þeim kjörum sem við nú þegar höfum.
Sjúkraliðar hafa fengið nóg og fela stjórn félagsins að skipuleggja baráttu fyrir réttlátum kjörum með okkar sterkasta vopni, verkföllum.

Til baka