Fréttir

Undirbúningsnám fyrir fagnám sjúkraliða til diplómagráðu

14 okt. 2020

Undirbúningsnámskeið fyrir háskólanám hefur verið sett upp í samstarfi Sjúkraliðafélags Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri.
Námskeiðið hefst 4. nóvember og kostar 10.000 kr.

Námskeiðið er ætlað fyrir sjúkraliða sem hafa verið lengi frá námi, og/eða telja sig vanta þessa þekkingu, en hyggjast bæta við sig háskólamenntun.
Námskeiðið er í fjarnámi og verður opið í þrjár vikur frá upphafsdegi.
Það verða tveir opnir Zoom fundir á tímabilinu.

Í námskeiðinu verður farið yfir:

  • Canvas kennslukerfið – verkefnaskil, myndbönd, samskipti
  • Uppsetning á Office fyrir háskólanema
  • Fjarnám – Hvernig er best að vinna og skipuleggja sig í fjarnámi.
  • Kynning á námsráðgjöf
    – Hvernig er hægt að nýta sér námsráðgjöf
    – Hvernig námsmaður ertu og hvernig hentar það þér í fjarnámi
  • Uppsetning á ritgerðum – finna og vinna með heimildir

Nánari upplýsingar um námið og skráning á námskeiðið er að finna hér.

Til baka