Fréttir

Þjónustukönnun SLFÍ um orlofsmál og tímaritið Sjúkraliðann

18 nóv. 2020

Markmið orlofssjóðs er að aðstoða félagsmenn við að njóta orlofs með því að bjóða upp á fjölbreytta orlofsmöguleika.
Undanfarin ár hefur áhersla félagsins verið að bjóða fjölbreytta leigumöguleika innanlands og á síðasta ári var allt að 10 prósenta aukning á umsóknum í bústaðina okkar. Vetrarleiga hefur jafnt og þétt verið að aukast og er nú hægt að sjá á orlofsvefnum allt að þrjá mánuði fram í tímann hvað er laust hverju sinni og bóka leigu.

Til að áherslur félagsins í orlofsmálum séu í samræmi við vilja félagsmanna biðjum við ykkur að taka þátt í að móta áherslur orlofssjóðs með því að svara „Þjónustukönnun Sjúkraliðafélags Íslands um orlofsmál og tímaritið Sjúkraliðann“ sem send hefur verið öllum félagsmönnum með tölvupósti.

Þeir sem taka þátt í þessari stuttu könnun eiga möguleika á að vinna helgardvöl að eigin vali í orlofshúsi félagsins, utan orlofstíma, fyrir tvo þátttakendur sem dregnir verða út að lokinni könnun.

Hægt er að nálgast könnunina hér.

Könnun lýkur fimmtudaginn 26. nóvember.

Til baka