Fréttir

Sýkingavarnir innan heilbrigðisþjónustu

27 mar. 2020

Sýkingar sem tengjast heilbrigðisþjónustu geta komið upp hjá einstaklingum sem liggja á sjúkrahúsum, endurhæfingar- eða langlegustofnunum eða þiggja heilbrigðisþjónustu á göngudeildum og einkareknum aðgerðastofum heilbrigðistarfsmanna.
Orsakir þess geta verið örverur sem berast með höndum starfsfólks, áhöldum eða umhverfi, örverur af einstaklingnum sjálfum, minnkuð mótstaða vegna skurðaðgerða, annarra inngripa eða sjúkdóma.

Mikilvægasta verkefni sýkingavarna er því að koma í veg fyrir þessar sýkingar, en talið er að með öflugum sýkingavörnum megi draga úr þeim um 20–30%.

Sýkingavarnir og skráning þeirra á sjúkrahúsum
Á deildaskiptum sjúkrahúsum skal, samkvæmt reglugerð um sóttvarnaráðstafanir nr. 414/2007, starfa sýkingavarnanefnd og eftir atvikum sýkingavarnadeild sem hafa það hlutverk að skrá aðgerðatengdar sýkingar og stuðla að sýkingavörnum innan sjúkrahússins.

Sýkingar innan heilbrigðisþjónustu eru skráningarskyldar og ber að tilkynna til sóttvarnalæknis í samræmi við nánari fyrirmæli hans.

Hér að neðan eru forvarnarmyndbönd frá sóttvarnalækni. Grundvallarvarúð gegn sýkingum á alltaf að viðhafa í öllum samskiptum á sjúkrahúsum og reyndar alls staðar.

Myndband um sýkingavarnir – Grundvallarvarúð gegn sýkingum.
Sýkingar sem tengjast heilbrigðisþjónustu geta komið upp hjá einstaklingum sem liggja á sjúkrahúsum, endurhæfingar- eða langlegustofnunum eða þiggja heilbrigðisþjónustu á göngudeildum og einkareknum aðgerðastofum heilbrigðistarfsmanna.

Myndband um handhreinsun.
Handhreinsun, þ.e. handþvottur og/eða sótthreinsun handa með efni sem inniheldur alkólhól er árangursríkasta aðferðin til að rjúfa smitleiðir og fyrirbyggja sýkingar.

Myndband um hlífðarbúnað í heilbrigðisþjónustu

Myndband um einangrun á heilbrigðisstofnunum

Myndband um ónæmar bakteríur í heilbrigðisþjónustu

Myndband um höfuðlús og kembingu.
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3–12 ára börnum.

Til baka