Fréttir

Störf undanþágunefnda í verkfalli undirbúin

5 mar. 2020

Undirbúningur vegna yfirvofandi verkfalls er í fullum gangi samhliða kjarasamningsviðræðum. Eitt af því sem þarf að huga að eru undanþágunefndir. Störf félagsmanna á undanþágulista eiga einungis að taka til „nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu“ samkvæmt 5. til 19. grein laga nr. 94/1986.

Sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi. Undanþágunefnd ákveður hverjir skulu kvaddir til starfa, en í nefndinni er einn fulltrúi tilnefndur af stéttarfélagi og annar af viðsemjenda. Aðildarfélög BSRB eru nú að ganga frá því hverjir sitja í nefndunum. Tekið verður við umsóknum rafrænt og verða umsóknareyðublöð birt þegar nær dregur yfirvofandi verkfalli.

Undanþágunefndir hefja ekki störf fyrr en ljóst er að verkfall brestur á, ennþá eru samningaviðræður í gangi. Verkfall hefst á miðnætti aðfararnótt mánudagsins 9. mars ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.

Til baka