Fréttir

Stefna BSRB

18 des. 2018

Almannaþjónustan sem félagar aðildarfélaga BSRB sinna gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu samfélagsins, tryggir aðgengi að heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun og öryggi. Fjallað er um áherslur BSRB um almannaþjónustuna og auk annarra málaflokka í stefnu bandalagsins sem nú er komin á netið eftir breytingar sem gerðar voru á 45. þingi bandalagsins.

Í stefnunni er fjallað um fjórtán málaflokka og er, meðal annars, kallað eftir því að stjórnvöld geri það að forgangsverkefni að lækka húsnæðiskostnað og tryggja nægilegt framboð á húsnæði. BSRB leggur áherslu á að skattkerfið sé nýtt sem jöfnunartæki og að byggja upp fjölskylduvænt samfélag, meðal annars með samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Eyða verður kynbundnum launamuni og jafna möguleika foreldra til að sinna umönnun barna sinna og verja tíma með fjölskyldunni. Til þess þarf að lengja fæðingarorlof, hækka hámarksgreiðslur og tryggja rétt einstæðra foreldra til fulls fæðingarorlofs. Í stefnunni er einnig mikil áhersla á styttingu vinnuvikunnar, enda mikilvægur liður í því að búa til fjölskylduvænna samfélag. BSRB vill lögfesta 35 stunda vinnuviku án launaskerðingar og tryggja að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80 prósent af vinnutíma dagvinnufólks.

Hægt er að fletta í einstökum köflum stefnunnar.

Til baka