Fréttir

Skrifstofa SLFÍ opnar aftur

14 maí. 2020

Skrifstofa Sjúkraliðafélags Íslands hefur nú verið opnuð að nýju. Skrifstofunni var lokað tímabundið þann 23. mars til að draga úr smithættu á meðan kórónaveirufaraldurinn stóð sem hæst.

Nú þegar búið er að rýmka reglur er kominn tími til að bjóða félagsmenn, og aðra sem eiga erindi á skrifstofuna, velkomna.
Skrifstofan er opin frá klukkan 8 – 16 og svarað er í síma frá klukkan 9 – 16.

Áfram minnum við á mikilvægi þess að nota spritt við komuna í húsið og halda tveggja metra fjarlægð á milli fólks.

Til baka