Fréttir

Síðustu námskeið vetrarins

4 apr. 2014

unnamed

Síðustu sjúkraliðanámskeið vetrarins

 

Núna fara síðustu sjúkraliðanámskeið vetrarins að hefjast og ekki seinna vænna en að tryggja sér pláss.

Hjúkrun eftir liðskiptaaðgerð, 7. og 9. apríl. Á námskeiðinu eru kenndir helstu verkferlar við hjúkrun einstaklinga sem hafa gengið í gegnum liðskiptaaðgerð. Leiðbeinandi námskeiðsins er Kolbrún Kristiansen, hjúkrunarfræðingur M.Sc. Bæklunardeild LSH.

Kulnun í starfi 8. og 10. apríl. Markmið námskeiðsins er að sjúkraliðar læri að þekkja einkenni kulnunar í starfi og hvaða áhrif kulnun getur haft á viðhorf til starfsins og samskipti við sjúklinga. Leiðbeinandi er Magnea B. Jónsdóttir, sálfræðingur á LSH. 

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Framvegis eða í síma 581 1900.

 

Til baka