Fréttir

Sandra B. Franks er sjálfkjörin formaður Sjúkraliðafélags Íslands

1 mar. 2021

Sandra B. Franks, formaður SLFÍ

Sandra B. Franks, núverandi formaður Sjúkraliðafélags Íslands, er sjálfkjörin formaður næsta kjörtímabil, 2021 til 2024. Formannskjöri verður lýst á fulltrúaþingi félagsins 18. maí 2021.

Samkvæmt lögum félagsins skal kjörtímabil formanns vera þrjú ár.

Einungis félagsmenn með fulla aðild að félaginu, sem ekki hafa gerst brotlegir við siðareglur félagsins, eru kjörgengir í embætti formanns. Framboðsfrestur til formanns kjörtímabilið 2021-2024 rann út á miðnætti 28. febrúar. Eitt framboð barst kjörnefnd, frá Söndru B. Franks núverandi formanni félagsins og er hún því sjálfkjörin.

Til baka