Fréttir

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning

27 mar. 2020

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn við Ríkið lauk kl 16:00 í dag. Alls voru 1268 félagsmenn á kjörskrá. Af þeim greiddu 788 atkvæði eða 62,15%. Atkvæði féllu með eftirfarandi hætti:

  • 492 félagsmenn eða 62,44% samþykktu samninginn.
  • 258 félagsmenn eða 32,74% höfnuðu samningnum.
  • 38 félagsmenn eða 4,82% tóku ekki afstöðu.

Kjarasamningur fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Sjúkraliðafélags Íslands er því samþykktur af hálfu félagsins.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ber merki um ríka stéttarvitund sjúkraliða og hve kjarasamningurinn er viðamikill. Þá er hið nýja launamyndunarkerfi flókið í framkvæmd og erfitt að útskýra án þess að funda og ræða um einstök efnisatriði. Best hefði verið að kynna samninginn á fundum og hafa möguleika á að svara spurningum sem hvíla á sjúkraliðum, en slíkt var ekki í boði eins og alþjóð veit.

Kjaramálanefnd þakkar fyrir afgerandi þátttöku í atkvæðagreiðslunni um kjarasamninginn. Að loknu samkomubanni vegna COVID-19 munu fulltrúar kjaramálanefndar efna til funda, kynna efnisatriði kjarasamningsins og svara fyrirspurnum sjúkraliða.

Til baka