Fréttir

NÁMSKEIÐ UM AÐGERÐIR GEGN ÁREITNI OG EINELTI

3 maí. 2018

 auglysing AdGERdIR GEGN AREITNI OG EINELTI

 

Athygli ykkar er vakin á námskeiði Félagsmálaskólans um aðgerðir gegn áreitni og einelti, þriðjudaginn 9. maí kl. 9 – 12:15

 

Í kjölfar #metoo hreyfingarinnar hefur kastljósið beinst að félagslegu öryggi starfsfólks á vinnustöðum og hvernig brugðist er við áreitni og einelti. Starfsfólk og stjórnendur stéttarfélaga verða að vera vel upplýst um einkenni, afleiðingar og úrræði fyrir fólk sem leitar til félagsins. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig hægt er að vinna forvarnarvinnu, hvar ábyrgð á öryggi liggur og hvernig stéttarfélögin geta bruðgist við þegar félagsmenn verða fyrir ofbeldi, áreitni og einelti á vinnustað.  Við ræðum hlutverk stéttarfélaganna, hvað er áreitni og þær klassísku spurningar sem koma alltaf: „má ekkert lengur“, „gengur ekki sama yfir konur og karla“.

 

Námskeiðið skiptist í þrennt.

– Völd, virðing og #metoo

– Kynferðisleg áreitni og kynbundin áreitni á vinnustöðum

– Lög og réttur í samhengi við #metoo

 

Leiðbeinendur:

Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins

Helgi Héðinsson sálfræðingur hjá Líf og sál, sálfræðistofa ehf

Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB

 

Skráning á námskeiðið hér.

Til baka